fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Fókus
Föstudaginn 3. maí 2024 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prinsessan Katrín og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, eiga ekki sjö dagana sæla. Þetta segir Amaia Arrieta sem hefur starfað sem stílisti fyrir fjölskylduna í nokkurn tíma og nýtur trúnaðar þeirra.

„Ég er miður mín sem stendur, ég held að þau séu að ganga í gegnum helvíti, ég vona að þau komist til baka. Þetta er mjög persónulegt,“ sagði Arrieta í samtali við Telegraph.

Stílistinn útskýrði ekki nánar í hverju raunir hjónanna felast, en Katrín er sem stendur að gangast undir fyrirbyggjandi krabbameinsmeðferð eftir að æxli var fjarlægt úr kvið hennar í ársbyrjun. Eins hefur umræðan gengið nærri fjölskyldunni sem og ásætti milli bræðranna Vilhjálms og Harry. Breskir miðlar hafa jafnvel vísað til heimilda með að Katrínu sé nú viljandi hlíft við fjaðrafokinu og dramanu sem gjarnan fylgir Harry og konu hans, Meghan Markle. Enda þurfi hún alla sína krafta í að ná heilsu.

Til stóð að Katrín kæmi aftur til starfa eftir páska. Nú er þó útlit fyrir að prinsessan taki sér ótímabundið leyfi á meðan hún hugar að heilsunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið