Svona hefst bréf 27 ára karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre. Yfirmaður hans er 52 ára og er yfir staðnum þar sem maðurinn starfar sem kokkur. „Öllum á vinnustaðnum líkar vel við hana, hún er mjög töff og frábær með viðskiptavinum,“ segir maðurinn.
„Eitt kvöldið spurði hún mig hvort ég vildi deila vínflösku með henni eftir vakt og ræða um að breyta matseðlinum. Við byrjuðum fljótlega að daðra og hún spurði hvort ég ætti kærustu. Svo þegar hún spurði hvort mér þætti hún aðlaðandi viðurkenndi ég: „Mjög svo.“
Það næsta sem ég vissi var að hún kom til mín, hallaði sér niður og kyssti mig ástríðufullum kossi. Við stunduðum síðan kynlíf.
Mér leið vandræðalega næsta dag en hún bað mig um að vera lengur, sem ég gerði. Og aftur kvöldið eftir.
Við stundum núna reglulega kynlíf í íbúðinni fyrir ofan barinn þegar hún biður um það. En ég hef tekið eftir því að hún daðrar líka við nokkra fastakúnna. Mér finnst svo móðgandi að þurfa að horfa upp á það.
Við erum ekki saman en ég var farinn að vonast til þess, þannig að þurfa að fylgjast með henni leita annað finnst mér vera ókurteisi.
Ég fór í mikið uppnám þegar ég sá skilaboð í símanum hennar um kynlíf með einum af þessum fastakúnnum. Ég er núna viss um að hún sé að sofa hjá öðrum karlmönnum.
Ég reyndi að tala við hana um þetta en hún svaraði þeim ekki því hún vildi kynlíf. Núna er hún fjarlæg og alltaf of „þreytt eða upptekin“ til að hitta mig.“
Ráðgjafinn svarar:
„Það hljómar eins og þið hafið ekki rætt saman um hvernig þið lítið á samband ykkar.
Miðað við það sem þú skrifaðir þá vill hún bara hafa gaman og nýtur frelsisins að vera með hverjum sem hún vil. En þú ert að leita að alvöru sambandi og skuldbindingu.
Til að vera viss þá þarftu að tala við hana og ef hún segist vilja aðeins kynferðislegt samband með þér þá veistu það. Það gæti verið erfitt fyrir þig að halda slíku sambandi áfram, segðu henni að þetta hefur verið gaman en að þú sért tilbúinn fyrir eitthvað meira en kynlíf.
Hún mun kunna að meta að þú sért nógu þroskaður til að enda þetta almennilega, þar sem hún getur það ekki.
Finndu þér eitthvað að gera strax eftir vinnu og ekki hanga eftir vakt, svo þú lítur ekki út fyrir að vera fáanlegur.“