Myndin af þeim feðgum er vissulega skemmtileg og augljóst að Ken er í sjöunda himni með son sinn í fanginu. En það var hins vegar Amanda sem stal senunni á umræddri ljósmynd og eru ástæðurnar augljósar eins og sjá má hér að neðan.
Í frétt Dagens er þess getið að Amanda sjálf hafi birt myndina á eigin Facebook-síðu með þeirri yfirskrift að þarna sjáist hlutverk móðurinnar „óritskoðað“ eins og hún orðaði það.
„Mig langar að deila þessari mynd því hún er sönn og ekta. Myndin sýnir aðstæðurnar rétt eftir fæðinguna; hrátt, dásamlegt, fyndið og subbulegt.“
Hún hélt svo áfram:
„Að eignast barn er óneitanlega frábær reynsla. En það er ekki talað mikið um sjálfa fæðinguna eða það sem gerist rétt eftir hana. Fáir taka myndir í þessum aðstæðum. Mörgum mun eflaust finnast óþægilegt að sjá þessar myndir, en af hverju samt? Við ættum að fagna öllum hliðum fæðingarinnar, líka þessum.“