fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Leið eins og Mary Poppins

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 14:30

Guðrún Karls Helgudóttir, nýkjörin biskup Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Karls Helgudóttir,sóknarprestur í Grafarvogskirkju, er tilnefnd til biskupskjörs nú í vor. Hún hefur verið prestur í tvo áratugi og vígðist til prests í sænsku kirkjunni í Dómkirkjunni í Gautaborg í janúar 2004. Hún lenti í skondinni lífsreynslu eitt sinn þegar hún var að skíra í heimahúsi.

,,Í gegnum tíðina hef ég annast mikið af skírnarathöfnum í heimahúsum. Lengi vel tók ég gítarinn með mér og spilaði með í sálmasöng en nýlega skipti ég yfir í ukulele því það er léttara að bera og fer minna fyrir því,” segir Guðrún.

Guðrún finnst gaman að spila á gítar og ukulele í athöfnum hvort sem er í kirkjunni eða heimahúsum.

,,Eitt sinn var ég á leið að skíra barn í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Ég var með heimilisfangið og hafði hitt foreldra barnsins í vikunni á undan til þess að undirbúa athöfnina. Stigagangurinn var utan á húsinu og ég heyri um leið og ég geng upp að íbúð á annarri hæð er veisla en búið var að skreyta dyrnar með blöðrum. Úti var rigning og ég geng upp tröppurnar með gítarinn í annarri hendi og stóra regnhlíf í hinni. Þegar ég kem að íbúðinni hringi ég dyrabjöllunni en enginn kemur til dyra. Ég hugsaði með mér að sennilega hefðu þau ekki heyrt í bjöllunni. Ég banka því á hurðina, opna og geng inn, enn með regnhlífina í annarri og gítartöskuna í hinni,” segir hún kankvís.

,,Þegar ég kem inn þagnar hópurinn og þau líta öll á mig. Ég heilsa og kynni mig en tek eftir því að þau eru eitthvað hikandi, jafnvel undrandi. Ég tilkynni erindi mitt, að ég sé komin til að skíra en þá svarar einhver að það sé reyndar búið að skíra barnið og að presturinn sé nýfarinn. Ég stend þarna enn með regnhlífina og gítarinn og átta mig smám saman á því að ég er í vitlausri íbúð. Ég kveð og geng út aftur og upplifi sterklega að ég hafi litið úr eins og Mary Poppins. Skírnin sem ég var með var á hæðinni fyrir ofan,” segir Guðrún og brosir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone