Ástralska leikkonan Rebel Wilson afhjúpar hjá hverjum hún svaf í fyrsta skipti í nýrri sjálfsævisögu sinni, Rebel Rising.
Það var leikarinn Mickey Gooch Jr. en hann hafði ekki hugmynd um að þetta væri fyrsta kynlífsreynsla Wilson, sem þá var 35 ára gömul.
„Micks, ég veit að þetta eru fréttir fyrir þig en já, ég missti meydóminn með þér,“ skrifar hún.
Leikararnir voru saman um stutt skeið árið 2015.
Wilson segir að hún bjó sig undir stóru stundina með því að horfa á klám og nota titrara kvöldið áður.
Wilson og Gooch eru góðir vinir í dag og var hann fyrsta manneskjan til að lesa bókina hennar.
Leikkonan er í dag með Ramonu Agruma og eiga þær saman barn.