Foreldrar í þemagarðinum sögðu við hana að klæðnaður hennar væri óviðeigandi og sögðu fötin of „kynþokkafull.“ NY Post greinir frá.
Prazeres, 35 ára, prýddi nýlega forsíðu norsku útgáfu Playboy.
En í hverju var hún í Disney-þemagarðinum? Hún var í síðermabol og leggings. Mörgum foreldrum þótti klæðnaðurinn sýna of mikið.
„Þessi áhrifavaldur þarf að vita að það er staður og stund fyrir allt. Disney-garðurinn er ekki staðurinn fyrir svona kynþokkafull föt,“ sagði foreldri.
„Sem foreldri þykir mér óþægilegt að sjá áhrifavald í svona djörfum fötum á svona stað. Ég vil að börnin mín fá að njóta án þess að þurfa að sjá svona,“ sagði annað foreldri.
Prazeres virðist ekki kippa sér ekki upp við gagnrýnina.
„Ég klæði mig fyrir mig sjálfa. Ég er ekki hér til að þóknast öðrum. Ef fólki líkar ekki við mig þá er það þeirra vandamál,“ skrifaði fyrirsætan um málið á Instagram.