fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Foreldrar ósáttir – Gagnrýnd fyrir að klæðast þessu í Disney-þemagarði

Fókus
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 11:27

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska fyrirsætan Janaina Prazeres heimsótti vinsælan Disney-skemmtigarð á dögunum og þurfti í kjölfarið að sæta harðri gagnrýni fyrir fataval sitt.

Foreldrar í þemagarðinum sögðu við hana að klæðnaður hennar væri óviðeigandi og sögðu fötin of „kynþokkafull.“ NY Post greinir frá.

Prazeres, 35 ára, prýddi nýlega forsíðu norsku útgáfu Playboy.

En í hverju var hún í Disney-þemagarðinum? Hún var í síðermabol og leggings. Mörgum foreldrum þótti klæðnaðurinn sýna of mikið.

Svona var hún klædd í þemagarðinum. Skjáskot/Instagram

„Þessi áhrifavaldur þarf að vita að það er staður og stund fyrir allt. Disney-garðurinn er ekki staðurinn fyrir svona kynþokkafull föt,“ sagði foreldri.

„Sem foreldri þykir mér óþægilegt að sjá áhrifavald í svona djörfum fötum á svona stað. Ég vil að börnin mín fá að njóta án þess að þurfa að sjá svona,“ sagði annað foreldri.

Prazeres virðist ekki kippa sér ekki upp við gagnrýnina.

„Ég klæði mig fyrir mig sjálfa. Ég er ekki hér til að þóknast öðrum. Ef fólki líkar ekki við mig þá er það þeirra vandamál,“ skrifaði fyrirsætan um málið á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?