Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Maðurinn er 27 ára og kærasta hans er 25 ára. Hún starfar á sjúkrahúsi í bæjarfélaginu þeirra.
„Kynlífið okkar er gott og einu skiptin sem við stundum ekki kynlíf er þegar hún er að vinna,“ segir maðurinn.
„Ég hélt í fyrsta skipti framhjá henni með samstarfskonu sem ég hélt að hefði engan áhuga á mér. Við fórum nokkur út í drykki og pílu, kvöldið endaði heima hjá henni og við stunduðum kynlíf, bæði ölvuð. Það var vandræðalegt að hitta hana aftur í vinnunni en við létum eins og ekkert hafi í skorist.
Viku seinna var ég í afmæli vinar míns og daðraði drukkinn við frænku hans. Stuttu síðar vorum við komin inn í þvottahúsið og þó ég hafi verið verulega ölvaður þá tókst mér að sofa hjá henni.
Ég ráfaði síðan heim og vaknaði næsta dag við hliðina á kærustunni minni. Ég hef aldrei verið með jafn mikið samviskubit.“
Það hins vegar stoppaði ekki manninn.
„Næst þegar hún var á næturvakt þá varð ég fullur og svaf hjá konu sem vinnur á hverfisbarnum. Engin þeirra stenst ekki samanburð við kærustu mína og ég veit að hún fer frá mér ef ég tek mig ekki saman í andlitinu. Hvað er að mér?“
„Þetta er engin ráðgáta. Hermdu eftir mér: „Ég er að drekka allt of mikið.“
Þú ert eiginlega frekar heppinn, þetta væri mun meira vandamál ef þú hefðir haldið framhjá edrú. Ef ég væri þú myndi ég endurskoða samband þitt og spyrja sjálfan þig hvort þú sért að forðast að skuldbinda þig.
Ef þú elskar kærustuna þína eins og þú segist gera þá þarftu að vera við stjórnina og hætta að drekka. Þú ert að skaða samband þitt og gætir einnig gert enn verri mistök ef þú ert of fullur til að vera meðvitaður um hvort manneskjan með þér hefur veitt þér samþykki til að stunda kynlíf.“