Eftir rúman áratug í faginu ákvað hún að snúa aftur í klámið og segir þetta vera „besta starf í heimi.“
Sadie er 38 ára gömul. „Ég hef aldrei skammast mín fyrir að vera kynvera,“ segir hún. News.com.au greinir frá.
Margt hefur breyst síðan hún lék í klámmyndum.
„Nær allt sem ég lék í áður fyrr er aðeins hægt að finna á DVD eða í tímaritum, það var eiginlega ekkert á netinu þá. Þetta var öðruvísi tími,“ segir hún.
Sadie kom fram í 70 klámmyndum áður en hún yfirgaf iðnaðinn árið 2008.
„Ég vildi sanna fyrir mér og öðrum að ég gæti menntað mig,“ segir hún.
„Ég vann sem hjúkrunarfræðingur í mörg ár. Ég er enn með leyfi og tek vaktir hér og þar því mér þykir það gaman.“
Sadie og eiginmaður hennar stofnuðu OnlyFans-síðu þegar Covid skall á. „Maðurinn minn spurði síðan hvort ég hefði einhvern áhuga að vinna með öðrum klámstjörnum aftur. Mér fannst tilhugsunin mjög spennandi,“ segir hún.
Í fyrra sneri hún svo aftur alveg í klámbransann og hóf að vinna fyrir klámframleiðslufyrirtæki.
„Það jafnast ekkert á við það að vera á tökustað, ég elska það. Það er eitthvað svo töfrandi við að búa til myndir,“ segir hún.
Sadie hefur þó engan áhuga að leika í klámmynd um hjúkrunarfræðinga, sem er mjög vinsæll flokkur. Hún er mjög eftirsótt í „MILF“ flokknum og segist ekki hafa áhyggjur af því að verða of gömul til að leika í klámi.