fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Simmi minnist einstaks nágranna og vinar: „Það hellast yfir mig þúsund góðar minningar þar sem ég sit og er í raun að meðtaka að Kalli sé farinn“

Fókus
Miðvikudaginn 13. mars 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson minnist nágranna síns, athafna- og akstursíþróttamannsins Karls Gunnlaugssonar.

Karl lést í byrjun mars, 57 ára að aldri. Hann lét eftir sig eiginkonu, tvö börn og þrjá afadrengi. Karl var mörgum að góðu kunnur en hann var einn fyrsti Íslendingurinn til að keppa í akstursíþróttum erlendis. Keppti hann til að mynda á götumótorhjólum erlendis á áttunda og níunda áratugnum og enduro- og spyrnukeppnum hér heima. Var hann valinn akstursíþróttamaður ársins árið 1991 og vann hann fjölda Íslandsmeistaratitla á ferli sínum.

Bestu nágrannarnir

Karl og Simmi voru lengi nágrannar og rifjar Simmi upp kynni þeirra í fallegri færslu á Facebook.

„Það var í febrúar 2007 sem ég hitti nýju nágranna mína fyrst, Kalla og Helgu í Þrastarhöfða 28.  Við fyrstu kynni áttaði ég mig á því að nýja húsið okkar Bryndísar var ekki það besta við húsið, heldur voru það nágrannarnir í næsta húsi sem fylgdu alveg frítt með í kaupunum,“ segir hann.

„Karl Gunnlaugsson og Helga Thorlacius Þorleifsdóttir voru líka í nýju húsi og ég veit að við Bryndís gerðum betri kaup en þau, með tilliti til nágranna […]

Það hellast yfir mig þúsund góðar minningar þar sem ég sit og í raun er að meðtaka það að Kalli sé farinn. Allar eru þessar minningar uppfullar af húmor, góðum mat og drykk. Aldrei var Thule langt undan og við vorum báðir sammála um að lífið væri of stutt fyrir vondan mat. Þess vegna elduðum við aldrei vondan mat. Enda tekur það jafn langan tíma að elda góðan mat eins og það tekur að elda vondan mat.

Humarhalar og vængir voru í sérflokki á Karl’s bar and grill™. Það var ómissandi þáttur af matarboðinu að mæta snemma, knúsa Helgu og horfa á Kalla meðhöndla matinn, opna Thule og skiptast á sögum. Aldrei náði glasið að tæmast og aldrei var manni litið á klukkuna í nærveru Kalla. Við rökræddum þjóðmálin og vorum skoðanabræður í lang flestum málum.“

Simmi segir Karl hafa búið yfir mörgum góðum kostum. „Kærleikur, vinátta, réttsýni, greiðasemi, gleði, tillitssemi og trygglindi eru allt orð sem eiga vel við þig. Mannkostir sem ég óska að [synir] mínir tileinki sér út lífið.“

„Það er auðvelt að verða reiður, leiður og sár í þeirri hugsun hversu ósanngjarnt það er að þú skulir hafa kvatt svo snemma og svona óvænt. Það ná engin orð yfir það í raun.

Það er mikilvægt að horfa til baka með þakklæti á þann tíma sem við öll áttum með Kalla. Það að elska þær minningar sem við eigum í stað þess að syrgja allt það sem ekki verður er okkar besta leið til að komast áfram og um leið heiðra minningu hans. Það mun ég gera og ég er sannfærður um að það sé nákvæmlega það sem Kalli myndi vilja að við öll gerum. […]

Hvíldu í friði elsku vinur.“

Lestu minningargrein Sigmars í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram