Hún greindi frá því í fyrra að hún hefði áhuga að einbeita sér að talsetningu, framleiðslu og hugmyndavinnu.
MS er ólæknandi taugasjúkdómur þar sem taugafrumur í heila og mænu skemmast.
Applegate kom áhorfendum á óvart á Emmy-verðlaunahátíðinni í janúar þegar hún gekk á svið til að kynna verðlaun.
Christina Applegate receives a standing ovation at the #Emmys. https://t.co/SiaGD3jesB pic.twitter.com/rGZF8ooLiq
— Variety (@Variety) January 16, 2024
Leikkonan hefur nú viðurkennt að hún man ekkert eftir atvikinu. „Ég eiginlega datt út. Fólk sagði við mig: Þú varst svo fyndin!“ Og ég bara: „Ég man ekkert hvað ég sagði. Ég vissi ekki hvað ég væri að gera.“ Ég var að fríka svo mikið út að ég hafði ekki hugmynd um það sem var í gangi,“ sagði hún í Good Morning America.
Applegate fékk standandi lófaklapp frá áhorfendum í sal. „Mér fannst ég mjög elskuð og þetta var fallegt,“ sagði hún.
Leikkonan deildi einnig erfiðum fréttum um heilsufar sitt.
„Ég er eiginlega í helvíti. Ég fer ekki mikið út, þannig þetta er frekar erfitt, bara fyrir kerfið mitt,“ sagði hún og bætti við að hún hefur fengið ótrúlegan stuðning frá sínum nánustu og er þeim mjög þakklát.
.@1capplegate talks to @RobinRoberts about presenting at the Emmys and receiving a standing ovation: „It was a really beautiful thing.“
See more of Christina Applegate and Jamie-Lynn Sigler’s first sit-down interview about the battle they both face with MS on GMA tomorrow. pic.twitter.com/1sEjEZ7psT
— Good Morning America (@GMA) March 11, 2024