fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

„Líf mitt er eiginlega helvíti“

Fókus
Þriðjudaginn 12. mars 2024 16:29

Christina Applegate. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Christina Applegate greindist með MS-sjúkdóminn árið 2021. Hún tók sér nokkurra mánaða frí frá vinnu en lauk síðan tökum á þriðju og síðustu þáttaröð Dead To Me. Hún hefur ekki leikið síðan þá en hefur þó ekki sagt alveg skilið við bransann.

Hún greindi frá því í fyrra að hún hefði áhuga að einbeita sér að talsetningu, framleiðslu og hugmyndavinnu.

MS er ólæknandi taugasjúkdómur þar sem taugafrumur í heila og mænu skemmast.

Applegate kom áhorfendum á óvart á Emmy-verðlaunahátíðinni í janúar þegar hún gekk á svið til að kynna verðlaun.

Leikkonan hefur nú viðurkennt að hún man ekkert eftir atvikinu. „Ég eiginlega datt út. Fólk sagði við mig: Þú varst svo fyndin!“ Og ég bara: „Ég man ekkert hvað ég sagði. Ég vissi ekki hvað ég væri að gera.“ Ég var að fríka svo mikið út að ég hafði ekki hugmynd um það sem var í gangi,“ sagði hún í Good Morning America.

Applegate fékk standandi lófaklapp frá áhorfendum í sal. „Mér fannst ég mjög elskuð og þetta var fallegt,“ sagði hún.

Leikkonan deildi einnig erfiðum fréttum um heilsufar sitt.

„Ég er eiginlega í helvíti. Ég fer ekki mikið út, þannig þetta er frekar erfitt, bara fyrir kerfið mitt,“ sagði hún og bætti við að hún hefur fengið ótrúlegan stuðning frá sínum nánustu og er þeim mjög þakklát.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“