fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Kynhvötin rauk upp eftir sjö ár í dvala: Tóku áhættu í Bláfjöllum – „Ef einhver hefði séð okkur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 11. mars 2024 14:23

Skjáskot/Brotkast.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Persónulega virkuðu AA-samtökin ekki fyrir mig. Ég þurfti bara að finna réttu konuna, þá gat ég orðið edrú,“ segir áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson, kallaður Kleini, í hlaðvarpsþættinum Götustrákar á streymisveitunni Brotkast.

„Það hefur alveg haldið mér, hún er kletturinn minn frá a til ö […] Ég var skelfilegur, ég var með koníaksflösku á náttborðinu. Vaknaði til að fá mér einn sjúss og lagðist aftur niður,“ segir Kleini.

Hann viðurkennir að hann hafi sjálfur ekki haft mikla trú á að honum tækist að verða edrú og halda sér edrú, en honum hefur tekist það í rúmt ár núna. „Ég hef verið edrú síðan 17. janúar 2023,“ segir hann.

„Mér var alltaf sagt að fara í AA-samtökin og það virkar fyrir marga og er bara geggjað, en það virkar ekki fyrir mig. Ég þurfti bara rétt hugarfar, rétta konu og já, þetta tvennt, þetta er það sem ég þurfti.“

Kynhvötin rauk upp

Andlega er Kleini á betri stað líðanin sveiflast upp og niður. „Ég held það sé alveg eðlilegt þegar maður var í þessu svona lengi,“ segir hann.

Götustrákar, sem hafa sjálfir reynslu af því að vera í neyslu og verða edrú, benda honum á að það getur tekið um tvö ár fyrir einstakling að líða eðlilega aftur eftir að hann hættir neyslu áfengis og/eða eiturlyfja, eins og varðandi svefn og andlega líðan.

„Ég er ennþá með smá svona létta móðu yfir,“ segir Kleini. „Þetta er ógeðslega skrýtið. Það er það sem ég er að eryna núna, fara á milli lækna, aðeins að lyfjastilla mann. Pælið í því, maður var að drekka á hverjum degi en læknar voru samt að reyna að lyfjastilla mann. Þunglyndislyf eða eitthvað kjaftæði, þetta virkaði ekki jack shit.

Kleini segir að hann hafi verið með enga kynhvöt þegar hann var á lyfjum. „Ég var dauður sko,“ segir hann.

„Ég var á þunglyndislyfjum í sjö ár og það var ekkert í gangi. Enginn áhugi eða neitt þannig og núna fór ég af þeim þegar ég var þarna inni, og núna er þessi uppsöfnuðu sjö ár að sko…“ segir hann brosandi.

Götustrákar og Kleini ræða meira um kynlíf, kynlífstæki og fleira í þættinum sem má horfa á Brotkast.is.

Eitt af því sem Kleini afhjúpar er óvænt staðsetning sem hann og Hafdís stunduðu kynlíf.

„Sko, við konan stunduðum einu sinni mök í Bláfjöllum, sem var smá áhætta þar sem við komum bæði reglulega fram í fjölmiðlum, ef einhver hefði séð okkur. Það hefði getað farið úrskeiðis“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“