Stórstjarnan Madonna upplifði frekar neyðarlegt atvik á tónleikum í Los Angeles síðastliðinn fimmtudag. Áhorfendur voru í miklu stuði á tónleikunum, eins og vera ber, en það virðist hafa farið í taugarnar á tónlistarkonunni þegar einn gesturinn sat kyrr í sæti sínu.
I myndbandi frá tónleikunum, sem hefur farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum, má sjá stjörnuna ávarpa tónleikagestinn og spyrja hann tvisvar af hverju í ósköpunum hann sæti sem fastast. Madonna gengur þá að gestinum á sviðinu en verður augljóslega brugðið þegar hún áttar sig á því að ástæðan var sú að aðdáandinn situr í hjólastól.
„Þetta var andstætt pólitískri rétthugsun. Afsakið, ég er ánægð með að þú sérst hérna,“ andvarpaði tónlistarkonan og hélt síðan sýningunni áfram eins og ekkert hefði í skorist.
Madonna questions fan for sitting down during her show then finds out they’re on a wheelchair:
“Oh okay, politically incorrect, sorry about that. I’m glad you’re here.” pic.twitter.com/oezHxfjrFn
— Pop Crave (@PopCrave) March 9, 2024