fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Pínleg Madonna krafðist þess að tónleikagestur stæði upp – Var í hjólastól

Fókus
Sunnudaginn 10. mars 2024 16:30

Madonna upplifði frekar pínlegt augnablik á nýliðnum tónleikum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjarnan Madonna upplifði frekar neyðarlegt atvik á tónleikum í Los Angeles síðastliðinn fimmtudag. Áhorfendur voru í miklu stuði á tónleikunum, eins og vera ber, en það virðist hafa farið í taugarnar á tónlistarkonunni þegar einn gesturinn sat kyrr í sæti sínu.

I myndbandi frá tónleikunum, sem hefur farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum, má sjá stjörnuna ávarpa tónleikagestinn og spyrja hann tvisvar af hverju í ósköpunum hann sæti sem fastast.  Madonna gengur þá að gestinum á sviðinu en verður augljóslega brugðið þegar hún áttar sig á því að ástæðan var sú að aðdáandinn situr í hjólastól.

„Þetta var andstætt pólitískri rétthugsun. Afsakið, ég er ánægð með að þú sérst hérna,“ andvarpaði tónlistarkonan og hélt síðan sýningunni áfram eins og ekkert hefði í skorist.

Hér má sjá myndband af atvikinu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram