fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Rekin úr ræktinni því eiginkona eigandans var ósátt – „Ég er í alvörunni í sjokki“

Fókus
Föstudaginn 8. mars 2024 10:31

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska konan Emi Romero var gert að yfirgefa líkamsræktarstöðina sína vegna meintra brota gegn reglum um klæðnað. Hún segir þetta hafa verið niðurlægjandi upplifun og að hún hafi verið í sjokki, enda braut hún engar reglur að hennar mati.

Hún vakti athygli á málinu á TikTok.  „Ég var í hlýrabol og leggings, og ég er komin fimm mánuði á leið,“ segir hún og sýnir mynd af því hvernig hún var klædd.

Fötin sem Emi klæddist umræddan dag. Skjáskot/TikTok

„Ég fer í rækt sem er aðallega ætluð einstaklingum í vaxtarrækt. Mikið af lóðum og meirihluti þeirra sem æfa þarna eru karlmenn. Það eru fullt af myndum af keppendum í vaxtarrækt á veggjunum, konur í agnarsmáum bikiníum eða karlmennirnir í pínulitlum sundbuxum. Myndirnar eru út um allt, sem mér finnst töff. Ég keppti áður fyrr og þessar myndir veittu mér innblástur,“ segir hún.

Emi skráði sig aftur í þessa ræktarstöð eftir að hún flutti aftur á svæðið. „Þau sögðu mér að það væru komnar nýjar reglur varðandi klæðnað, að það mætti ekki æfa á íþróttatoppnum. Mér fannst það frekar furðulegt fyrir vaxtarræktarstöð en ókei, skiptir engu.“

Eins og fyrr segir er Emi komin fimm mánuði á leið. „Ég á frekar erfitt með að klæða mig núna því kúlan er orðin frekar stór. Ég var í þessum hlýrabol í dag og ég tók eftir því að eiginkona eiganda stöðvarinnar var að stara á mig á meðan ég var að æfa. Síðan kom eigandinn til mín og sagði: „Heyrðu… Eiginkona mín er ósátt við klæðnaðinn þinn í dag. Við leyfum ekki að æfa á íþróttatoppnum.“ Ég sagðist vita það en að ég væri í hlýrabol, ekki íþróttatopp. Hann sagði: „Nei veistu, ég er sammála þér en það er erfitt að greina á milli íþróttatopps og hlýrabols. Þannig þú verður annað hvort að fara eða klæða þig í annan bol.“ Ég var í sjokki og skammaðist mín smá. Hvað var ég að gera vitlaust?“

Fötin sem Emi klæddist umræddan dag. Skjáskot/TikTok

Emi sagði að hún hafi séð aðrar konur í salnum sem voru í magabol og skildi ekki hvernig þær mættu klæða sig svona en hún mætti ekki vera í þröngum hlýrabol þar sem sást aðeins örlítið í magann hennar vegna óléttukúlunnar.

Hún reyndi að ræða við eigandann til að skilja hvað væri vandamálið. „Og hann sagði alltaf: „Eiginkona mín er ósátt…“ Ég benti á hinar konurnar í salnum og myndirnar á veggnum en hann sagði það allt annað […] og samtalið endaði með því að hann sagði: „Kannski þarftu ekkert að vera meðlimur hérna.“ Og ég sagði að mig langaði hvort sem er ekki að æfa á stað sem lætur manni líða svona. Þetta var svo vandræðalegt og óþægilegt. Ég er í alvörunni í sjokki.“

Emi grunar að hlýrabolurinn hafi ekki verið vandamál heldur stóru brjóstin hennar. „En ég get ekkert að því gert,“ segir hún.

@emiandandrew Make it make sense… idk what do you think? #dresscode #gymtok #pregnancy #pregnancyworkout ♬ Chill Vibes – Tollan Kim

Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli undanfarna daga og hafa fleiri konur stigið fram, sem hafa sömu sögu að segja um sömu líkamsræktarstöð. Netverjar hafa einnig komið Emi til varnar og segja hana hafa gert ekkert rangt.

„Eiginkonan var ekki ósátt við fötin þín, heldur hversu guðdómleg þú ert,“ sagði einn netverji.

„Eiginkonan er óörugg. Ég myndi segja upp áskrift, mér þykir leitt að þetta hafi komið fyrir þig,“ sagði annar og fjöldi fólks tóku undir, að eiginkonan væri hreinlega öfundsjúk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram