fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Austfirðingar halda gigg í Hafnarfirði – Ágóði rennur í minningarsjóð Ingvars

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 8. mars 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardag mun rjómi ausfirskra tónlistarmanna koma saman á tónleikum í Bæjarbíói.Tónlistarfólkið á það sameiginlegt að hafa alist upp á Austurlandi.

Fram koma:
SúEllen
Aldís Fjóla
Hlynur Ben
Austurland að Glettingi
Dundur – Guðmundur Höskuldsson og hljómsveit

Allur ágóði tónleikanna rennur í minningarsjóð Ingvars Lundberg hljóðmeistara og hljómborðsleikara, sem lést úr krabbameini 7. Júlí 2022, 56 ára að aldri. Ingvar var hljómborðsleikari í hljómsveitinni Súellen og meðal annars tilnefndur til Edduverðlauna fyrir hljóðmynd úr kvikmyndinni Dýrið.

Sjá einnig: Ingvar Lundberg tónlistarmaður látinn

Fyrir ári hélt SúEllen tónleika til minningar um Ingvar og var uppselt á tónleikana. Guðmundur R. Gíslason, söngvari sveitarinnar og maðurinn að baki tónleikunum, segir í samtali við Austurfrétt að þá hafi komið áhugi á að gera meira og gera austfirska tónleika að árlegum viðburði.

„Sem betur fer eigum við mikið af tónlistarfólki og þess vegna vonum við að svona tónleikar geti orðið árlegir. Þetta er flott dagskrá og síðan er kominn leynigestur í hópinn,“ sagði Guðmundur og nú hefur hljómsveitin gefið út hver leynigesturinn er og er það söngvarinn Einar Ágúst Víðisson.

Miða á tónleikana má kaupa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“