Á laugardag mun rjómi ausfirskra tónlistarmanna koma saman á tónleikum í Bæjarbíói.Tónlistarfólkið á það sameiginlegt að hafa alist upp á Austurlandi.
Fram koma:
SúEllen
Aldís Fjóla
Hlynur Ben
Austurland að Glettingi
Dundur – Guðmundur Höskuldsson og hljómsveit
Allur ágóði tónleikanna rennur í minningarsjóð Ingvars Lundberg hljóðmeistara og hljómborðsleikara, sem lést úr krabbameini 7. Júlí 2022, 56 ára að aldri. Ingvar var hljómborðsleikari í hljómsveitinni Súellen og meðal annars tilnefndur til Edduverðlauna fyrir hljóðmynd úr kvikmyndinni Dýrið.
Sjá einnig: Ingvar Lundberg tónlistarmaður látinn
Fyrir ári hélt SúEllen tónleika til minningar um Ingvar og var uppselt á tónleikana. Guðmundur R. Gíslason, söngvari sveitarinnar og maðurinn að baki tónleikunum, segir í samtali við Austurfrétt að þá hafi komið áhugi á að gera meira og gera austfirska tónleika að árlegum viðburði.
„Sem betur fer eigum við mikið af tónlistarfólki og þess vegna vonum við að svona tónleikar geti orðið árlegir. Þetta er flott dagskrá og síðan er kominn leynigestur í hópinn,“ sagði Guðmundur og nú hefur hljómsveitin gefið út hver leynigesturinn er og er það söngvarinn Einar Ágúst Víðisson.
Miða á tónleikana má kaupa hér.