fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Söngleikurinn Rocketman: „Stútfull sýning af húmor, drama og stórsmellum söngvarans Elton John“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 6. mars 2024 15:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rocketman í uppsetningu Verzlunarskólans og leikstjórn Júlíönu Söru Gunnarsdóttur er stórskemmtilegur, fyndinn og tilfinningaríkur söngleikur sem byggir á samnefndri kvikmynd um ævi og tónlist Elton John. 

Elton elst upp sem Reginald Dwight í London en þegar hann hugðist ætla að elta drauminn um að verða stórstjarna fannst honum nafn sitt ekki passa sem poppstjarna. Þannig fæddist litríki og skemmtilegi karakterinn Elton John sem við þekkjum öll í dag!  Í sögunni fylgjum við Elton í gegnum ást, vinskap, ástarsorg, ferilinn og æskuna í gegnum alla helstu smelli söngvarans sem hafa verið þýddir á íslensku á stórskemmtilegan hátt. Þýddu söngtextarnir setja söguna í gott samhengi og gera áhorfendum kleift að lifa sig vel inn í sýninguna. Að sýningunni koma 150 manns með Nemó nefndinni, listrænu teymi, leikhóp og undirnefndum. 

Af hverju völduð þið ROCKETMAN?

“Okkur langaði að setja upp söngleik sem við höfum ekki séð á sviði áður og því vorum við ekki lengi að velja þessa sögu eftir að hafa horft á myndina. Í sýningunni er stútfullt af skemmtilegum karakterum sem hægt var leika sér með að sviðsetja, lögin eru bráðskemmtileg og vel þekkt og svo er tímabilið og búningarnar hans Elton alveg sturlaðir! Við dýrkum lögin hans Elton og það er alveg geggjað að sjá þau lifna svona við á sviðinu af öllum hæfileikaríku leik, dans og söngvurunum okkar,“ segir Enika Karen Gunnarsdóttir sem situr í Nemendamótsnefnd Verzlunarskólans. „Stútfull sýning af húmor, drama og stórsmellum söngvarans Elton John“

Hvernig er ferlið búið að vera?

„Ferlið er búið að vera alveg frábært! Alveg frá því að prufu- og æfingaferlið hófst í september höfum við fengið að vinna með ótrúlega mikið af frábæru fólki. Leikstjórinn okkar Júlíana Sara vann ótrúlega vel með hópnum enda algjör snillingur, Aníta Rós samdi og útfærði dansana meistaralega og Snorri Beck og Helga Margrét útsettu og stýrðu lögunum og söngnum frábærlega og við gætum ekki hafa verið heppnari með listrænt teymi! 

Leikhópurinn er æðislegur og jákvætt andrúmsloft einkennir ferlið og við erum þeim svo þakklát fyrir að vera alltaf svona samvinnuþýð og skemmtileg. Þetta er stórt batterí og gat verið krefjandi á köflum en allir 45 meðlimir leikhóps hafa massað þetta frá upphafi til enda. Einnig er yndislegur hópur undirnefnda búinn að standa sig eins og hetjur yfir sýningatímabilið. Við erum afar þakklát öllum sem hafa komið að ferlinu með einum eða öðrum hætti því að án þeirra hefði þetta ekki orðið að svona sturlaðri sýningu.“

Hvar er hægt að kaupa miða og hvenær eru næstu sýningar?

Miðasalan er inn á Nfvi.is undir miðasala-leiksýningar og söngleikir og næstu sýningar eru:

6. mars kl 20:0
9. mars kl 20:00

10. mars kl 20:00

„Við erum virk á bæði Tiktok og Instagram og við hvetjum alla áhugasama að skoða þar efni sem tekið er bak við tjöldin og skemmtilegt efni frá ferlinu.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Nemó Verzló (@nemoverzlo)

@nemoverzlo Frumsýningardagur!🚀#rocketman #foryou ♬ original sound – nemoverzlo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone