fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Sögulega stundin á Óskarnum sem byggði á lygi – Hollywood rær lífróður til að halda andliti á kostnað fjölskyldu Littlefeather

Fókus
Miðvikudaginn 6. mars 2024 16:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega hálfri öld átti söguleg stund sér stað á sviði Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Stórleikarinn Marlon Brando var tilkynntur sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Godfather. Hann tók þó ekki við verðlaununum heldur steig á svið baráttukonan Sacheen Littlefeather sem hafnaði verðlaununum fyrir hönd leikarans og nýtti tækifærið til að fordæma kvikmyndaiðnaðinn fyrir skopstælingu þeirra á frumbyggjum Ameríku.

Littlefeather sagðist vera af ættum Apache frumbyggja og í forsvari samtaka sem berjast fyrir virðingu á ímynd frumbyggja. Þessi gjörningur vakti gífurlega athygli. Littlefeather var hyllt sem hetja fyrir að vekja athygli á ranglætinu og átti hún eftir að helga líf sitt aktívisma í þágu frumbyggja. En ekki var allt sem sýndist. Eftir að Littlefeather lést árið 2022 birti miðillinn San Francisco Chronicle sláandi umfjöllun sem byggðist á ítarlegri rannsókn blaðakonunnar Jacqueline Keeler, sem er af ætt Navajo frumbyggja. Sacheen Littlefeather hafði villt á sér heimildir og framið kynþáttar-svik, eins og blaðakonan kallaði það. Hún hét ekki einu sinni Littlefeather heldur Marie Cruz, og átti rætur að sækja til Mexíkó en ekki til ættar Apache frumbyggja.

Lygarnar sverta mannorð fjölskyldunnar

Systur Littlefeather, Rosalind Cruz og Trudy Orlandi segja systur sína hafa skammast sín fyrir mexíkóskan uppruna sinn. Hún hafi glímt við andlega erfiðleika og sem táningur hafi hún hafnað eigin uppruna, skipt um nafn og haldið því fram að hún væri frumbyggi. Hún hafi eins mætt í viðtöl þar sem hún sagðist hafa alist upp við ofbeldi drykkfellds föður, sem sé önnur lygi. Systurnar segja að faðir þeirra hafi verið dugnaðarforkur. Hann ólst upp við drykkju og ofbeldi sem varð til þess að hann ákvað að tryggja eigin fjölskyldu betra líf. Hann missti sjónina aðeins 9 ára gamall en vann engu að síður myrkrana á milli til að til að framfæra fjölskylduna. Hann snerti hvorki áfengi né reykti. Heimilið var ástríkt millistéttarheimili, og Littlefeather ólst hvorki upp við fátækt né ofbeldi.

Nú segjast systurnar í öngum sínum þar sem til standi að birta umfjöllun hjá Hollywood Reporter þar sem færðar eru fram meintar sannanir fyrir frumbyggja uppruna Littlefeather. DailyBeast greinir frá málinu og ræðir þar við blaðakonuna sem skrifaði afhjúpunina, ættingja Littlefeather og vini, sagnfræðinga og frumbyggja úr ættbálki Yaqui í Bandaríkjunum.

Telja óskýrt 200 ára vottorð geta réttlætt baráttuna

Meint sönnunargagn mun vera vottorð um skírn frá árinu 1819. Þar komi fram að langalangalangaafi Littlefeather hafi verið skírður í landi Yaqui ættbálks frumbyggja í Mexíkó. Af því telur miðillinn mega ætla að hann hafi verið frumbyggi og þar með hafi Littlefeather vissulega verið af frumbyggjaættum. Systurnar segja að Hollywood Reporter hafi leitað til þeirra til að fá afhenda greiningu á erfðaefni þeirra til að geta stutt við vottorðið. Því harðneita systurnar. Þeirra erfðaefni sé þeirra einkamál og í raun sé fáránlegt að þeim sé ekki trúað um eigin líf og sögu. Svo virðist vera sem að fjölmiðlar og valdafólk í Hollywood ætli að tjalda öllu til bara svo ekki þurfi að viðurkenna að Littlefeather hafi logið.

DailyBeast bar vottorðið undir sagnfræðinga og sérfræðinga í sögu þessa tíma. Samkvæmt þeim sé vottorðið engin sönnun. Bæði séu gögn frá þessum tíma óáreiðanleg og eins sé ekki fyrir að fara neinum öðrum gögnum um ættmenni Littlefeather. Svo virðist sem að langalangalangaafi hennar hafi verið skírður á landi frumbyggja en á vottorðinu sé það orðað svo að umræddur drengur sé aðkomumaður, á meðan börn frumbyggja voru auðkennd sem synir eða dætur ættbálka sinna, svo sem „sonur Apache“ eins og næsta barn á téðu vottorði sé auðkennt með.

Frændi Littlefeather segist sjálfur hafa ráðist í ættrakningu og rakið fjölskyldu sína til Spánar á 16. öld. Ekkert í hans erfðaefni eða sögu fjölskyldunnar gefi til kynna frumbyggja uppruna og ekkert ættmenni hafi heyrt af slíkum uppruna eða auðkennt sig sem frumbyggja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Í gær

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“