fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Hélt að þetta væru bara slæmar harðsperrur

Fókus
Þriðjudaginn 5. mars 2024 14:03

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska konan Brynn fór á fyrstu æfinguna sína með einkaþjálfara og tók svakalega á því. Hún fékk heiftarlegar harðsperrur eftir það og sló á létta strengi á TikTok.

@brynnmapes House made of stairs doesnt help #healthandwellness #workout #fitness ♬ original sound – jiminspogostic

En þetta voru ekki bara slæmar harðsperrur. Nokkrum dögum seinna var hún komin á sjúkrahús með vökva í æð. Hún deildi fréttum af ástandi sínu með fylgjendum sínum á TikTok.

„Ég er að gera þetta myndband því ég vil að fólk sé meðvitað, því ég var það ekki, að það er til eitthvað sem heitir rákvöðvarof (rhabdomyolysis). Ég vissi ekki að það væri hægt, en það er hægt að æfa of mikið, svo mikið að vöðvarnir þínir ná ekki að byggja sig upp aftur og byrja að hleypa prótíni og alls konar efnum í blóðrásina, sem hefur skelfileg áhrif á nýrun.“

Þetta var langt í frá fyrsta skiptið sem Brynn tók á því en í þetta skipti tók hún of mikið á því. Hún segir að hún hafi tekið of mikla þyngd og of margar endurtekningar, hún veit ekki hvað nákvæmlega gerði útslagið en hún keyrði sig út.

Hún hvetur fólk til að hlusta á líkamann sinn og stoppa tímanlega, ekki keyra sig út því áhættan er mikil.

Bryn útskýrir þetta nánar í myndbandinu hér að neðan. Næstum milljón manns hafa líkað við það.

@brynnmapes #stitch with @brynn🐡 Be careful🫶🏻 #safety #workout #fitness ♬ original sound – brynn🐡

Á vef Doktor.is kemur fram:

“Ofþjálfun er sjúklegt ástand sem hvaða manneskja, sem stundar einhverskonar íþrótt, getur lent í. Hvort sem um er að ræða byrjanda eða afreksmann […] Við ofþjálfun verður til svokallað rákvöðvarof (rhabdomyolysis), en það verður þegar rákóttir vöðvaþræðir beinagrindavöðva brotna niður vegna utanaðkomandi skaða eða þegar orkubirgðir ná ekki að anna eftirspurn í rákvöðvafrumu.“

Við slíkt niðurbrot á vöðvum losna efni út í blóðið sem geta haft skaðleg áhrif á nýrun.

Þakklát fyrir að vera heil á húfi

Brynn birti nýtt myndband í gær þar sem hún gaf áhugasömum nýjar fréttir. Hún er komin heim af spítala og líður betur, en hún á enn mjög erfitt með gang og þarf að halda áfram að hvíla sig.

Margir hafa spurt hvernig hún vissi að þetta væru ekki slæmar harðsperrur heldur eitthvað mun alvarlegra. „Liturinn á þvaginu breyttist úr glæru í rauðbrúnan, bara allt í einu. Ég varð það hrædd að ég fór á bráðamóttökuna,“ segir hún.

Brynn var í tæpa viku á sjúkrahúsi. „Ég er svo þakklát fyrir að vera heil á húfi og að það hafi ekki farið verr,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone