fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Tímarit Máls og menningar og ný skáldsaga frá Forlaginu

Fókus
Sunnudaginn 3. mars 2024 16:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forlagið hefur gefið út skáldsögna Vatnið brennur eftir Gunnar Theodór Eggertsson. Í kynningu segir að um sé að ræða margslungna og spennandi hrollvekju í anda Stephen King.

Ennfremur segir:

„Raftónlistarkonan og ólíkindatólið Gríma er komin austur í Neskaupstað til að spila á Eistnaflugi, þótt hún eigi litla samleið með málmhausum og láti flest sem viðkemur hátíðinni fara í taugarnar á sér. En ferðin reynist vendipunktur í lífi Grímu því þar kemst hún í kynni við gamla, sænska þjóðlagaplötu sem tengist dularfullu og ógeðfelldu morðmáli snemma á áttunda áratugnum. Og fyrr en varir hefur ævaforn lagstúfur náð yfirnáttúrulegum tökum á tónlistarkonunni …

Sögusviðið spannar Ísland samtímans jafnt sem Svíþjóð hippatímabilsins en auk þess er flakkað vítt og breitt, frá fornöld til framtíðar, og samband mannskepnunnar við tónlist skoðað frá óvæntum og oft myrkum hliðum.

Verðlaunahöfundurinn og tónlistarmaðurinn Gunnar Theodór skrifar bæði bækur fyrir börn og fullorðna. Hrollvekjur hafa alltaf verið í sérstöku uppáhaldi hjá honum en hann hóf einmitt feril sinn með hryllingssmásögunni „Vetrarsögu“ sem hlaut Gaddakylfuna 2005.“

Fjölmargar nýjar smásögur

Hið gróna bókmenntatímarit, Tímarit Máls og menningar, er einnig komið út, fyrsta tölublað ársins 2024. Tímaritinu er dreift til áskrifenda en er einnig til sölu í bókabúðum.

Smásögum er gert hátt undir höfði í tímaritinu en í þessu tölublaði er að finna smásögur eftir jafnt þekkt sem lítt þekkta höfunda. Smásagnahöfundar heftisins eru: Ólafur Gunnarsson, Elísabet Jökulsdóttur, Friðgeir Einarsson, Lommi, Sigurlín Bjarney og Haukur Arnþórsson.

Í tímaritinu eru ljóð eftir Eirík Örn Norðdahl, Völu Hauksdóttir, Unu Margréti Jónsdóttir og Brynhildi Maríu Ragnarsdóttir. Ennfremur segir um tímaritið í kynningu:

„Árið hefur farið af stað með áframhaldandi eldsumbrotum á Reykjanesskaga og logandi illdeilum fyrir botni Miðjarðarhafs. Því er viðeigandi að kápu Tímaritsins prýðir verkið Öryggissvæði: Eldur eftir Freyju Eilífu sem var hluti af uppboðinu List fyrir Palestínu seint á síðasta ári. Við birtum sömuleiðis ljóð palestínska ljóðskáldsins Refaats Alareer í þýðingu Þórdísar Helgadóttur en það dreifðist víða um netheima og var þýtt á fjölmörg tungumál eftir að hann lét lífið í sprengjuárás ísraelska hersins 6. desember síðastliðinn. Ómur úr öðru stríði heyrist, eða heyrist ekki, í þýðingum Aðalsteins Ásbergs úr verkinu Heyrnarlaust lýðræði eftir Ilya Kaminsky, úkraínskt-bandarískt ljóðskáld sem mun taka þátt í viðburði á vegum Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO þann 14. mars í Mengi.

Staða örríkisins Íslands gagnvart umheiminum og hvers við erum megnug gæti talist rauður þráður í heftinu en Þorvaldur Gylfason skoðar í yfirlitsgrein tilvistarskilyrði örríkja eins og Íslands um víðan heim, Sveinn Einarsson fjallar um mikilvægi Þjóðleikhúsa og efnisval slíkra stofnana fyrir mótun menningarvitundar þjóðar og við birtum grein sem Guðbergur Bergsson skrifaði eftir andlát heimsborgarans Thors Vilhjálmssonar í þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone