Yfirskrift Mottumars í ár er „Kallaútkall – Öll hreyfing gerir gagn” sem vísar til þess að regluleg hreyfing minnkar líkur á krabbameinum.
Um þriðjungur krabbameinstilvika eru lífsstílstengd og hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífstíl. Það er hins vegar grátleg staðreynd að of fáir karlmenn hreyfa sig reglulega. Kallaútkall Mottumars gengur út á að vekja kyrrsetumenn af þyrnirósarsvefni sínum með rótsterku og óblönduðu orkuskoti. Það þarf ekki nema örfáar mínútur á dag.
Margir af þekktustu leikurum, tónlistarmönnum, áhrifavöldum og stjórnmálamönnum landsins koma fram í auglýsingunni og hreyfa sig undir laginu Luftgítar með Sykurmolunum og Johnny Triumph. Þar má nefna Björn Thors, Einar Þorsteinsson, Pál Óskar, Prettyboitjokko, Daníel Ágúst, Hörð Magnússon, Friðrik Ómar og fleiri þekkt andlit.
Auglýsingin var gerð af auglýsingastofunni TVIST. Framleiðsla og kvikmyndataka var á vegum Republik og Reynir Lyngdal leikstýrði.
Sala á Mottumarssokkunum stendur yfir og allur ágóði sölunnar rennur til rannsókna-, fræðslu- og stuðningsstarf Krabbameinsfélagsins.