fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Ný auglýsing Mottumars: Þjóðþekktir karlmenn í Kallaútkalli

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. mars 2024 11:30

Björn Thors Mynd: Axel Sigurðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yf­ir­skrift Mottumars í ár er „Kallaútkall – Öll hreyfing gerir gagn” sem vísar til þess að regluleg hreyfing minnkar líkur á krabbameinum. 

Um þriðjungur krabbameinstilvika eru lífsstílstengd og hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífstíl. Það er hins vegar grátleg staðreynd að of fáir karlmenn hreyfa sig reglulega. Kallaútkall Mottumars gengur út á að vekja kyrrsetumenn af þyrnirósarsvefni sínum með rótsterku og óblönduðu orkuskoti.  Það þarf ekki nema örfáar mínútur á dag.

Stjörnum prýdd auglýsing

Margir af þekktustu leikurum, tónlistarmönnum, áhrifavöldum og stjórnmálamönnum landsins koma fram í auglýsingunni og hreyfa sig undir laginu Luftgítar með Sykurmolunum og Johnny Triumph. Þar má nefna Björn Thors, Einar Þorsteinsson, Pál Óskar, Prettyboitjokko, Daníel Ágúst, Hörð Magnússon, Friðrik Ómar og fleiri þekkt andlit.

video
play-sharp-fill

Auglýsingin var gerð af auglýsingastofunni TVIST. Framleiðsla og kvikmyndataka var á vegum Republik og Reynir Lyngdal leikstýrði.

Sala á Mottumarssokkunum stendur yfir og allur ágóði sölunnar rennur til rannsókna-, fræðslu- og stuðningsstarf Krabbameinsfélagsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Hide picture