Hann lést fyrir þremur árum og er hún, sem við köllum hér eftir CB, loksins tilbúin að opna sig um andlát hans og hvað gerðist í kjölfarið. Hún kallar myndbandaseríuna „Late Husband Chronicles“ á TikTok.
Eiginmaður hennar fékk verk fyrir brjóstið og fór á bráðamótttökuna. Hann var síðan útskrifaður stuttu síðar eftir að hafa gengist undir rannsóknir en á leiðinni út af sjúkrahúsinu fékk hann hjartaáfall og lést. CB segir það erfitt að fá aldrei að vita almennilega hvað hafi gerst á sjúkrahúsinu þennan dag.
Að missa hann svona skyndilega var mikið áfall en hún fékk annað áfall þegar hún fór í gegnum tölvuna hans. Hún sá samtöl hans við „kærustur“ hans, ekki bara eina kærustu heldur margar.
Hún sá líka hvað hann hafði logið um hana og samband þeirra:
„Hún fór frá mér fyrir annan karlmann.“
„Hún lenti í slysi og er í dái og ég er aleinn.“
„Konan mín var að deyja. Ég er einstæður faðir.“
„Þetta er í annað skipti sem hún fer frá mér og dóttur okkar.“
Næsta sem CB ákvað að gera var að fara í gegnum bankayfirlit eiginmannsins. Hann hafði eytt tugi þúsunda á klámsíðum og keypti einnig gjafir handa „kærustum hans á netinu.“
CB reyndi að fá meiri upplýsingar frá einni „kærustunni.“
„Hún sagði: „Ég skal senda þér allt en það mun kosta þig, ég veit allt sem þú vilt vita.““
Þegar hún var að fara að loka tölvunni sá hún ný skilaboð poppa upp á skjánum frá enn annarri konu.
„Ég áttaði mig á því að ég þekkti hann aldrei.“
@cherrybombsquad007 Part 7 im still angry but ill never get anwsers to my questions #fypシ #foryou #foryoupage #cheater #secret #fyp #why #unhappy #truth #liar #crazy #fyp #foryou #series ♬ original sound – Cherrybombsquad007🍒