fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Með snák á forsíðu ástralska Vogue

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 27. janúar 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska leikkonan Nicole Kidman situr fyrir með snák á forsíðu febrúarblaðs Vogue Australia. Leikkonan, sem er orðin 56 ára, er hvergi bangin með forsíðufélaga sinn, en myndatakan er bæði djörf og glæsileg. Kidman rokkar forsíðuna klædd í rautt leður og blúndur með snákinn sem hálsskraut, ljósmyndarinn Steven Klein á heiðurinn af myndunum.

Og fyrirsögnin á forsíðu: „Nicole Kidman fylgir ekki reglunum.“

 „Mér finnst þeir mjög fallegir,“ segir Kidman um snákana.

Kidman vakti einnig athygli í baklausum svörtum Versace kjól á frumsýningu nýrrar Amazon stuttþáttaraðar hennar, Expats, síðastliðinn sunnudag. Kidman segist meðal annars frá þáttunum í forsíðuviðtalinu við Vogue og segist tengja við seigluna sem persónurnar búa yfir, en þættirnir segja frá hópi bandarískra kvenna sem búa í Hong Kong.

„Ég vil ekki vera fyrirmynd neins, ég hef engan áhuga á því. Ég hef áhuga á að kanna í gegnum listina hvað það þýðir að vera manneskja, hugmyndin um líf og dauða, ást, sársauka og gleði. Ég held mikilli fjarlægð á milli mín og þess sem allir hugsa eða vilja eða hvernig mér er ætlað að haga mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone