Ástralska leikkonan Nicole Kidman situr fyrir með snák á forsíðu febrúarblaðs Vogue Australia. Leikkonan, sem er orðin 56 ára, er hvergi bangin með forsíðufélaga sinn, en myndatakan er bæði djörf og glæsileg. Kidman rokkar forsíðuna klædd í rautt leður og blúndur með snákinn sem hálsskraut, ljósmyndarinn Steven Klein á heiðurinn af myndunum.
Og fyrirsögnin á forsíðu: „Nicole Kidman fylgir ekki reglunum.“
„Mér finnst þeir mjög fallegir,“ segir Kidman um snákana.
Kidman vakti einnig athygli í baklausum svörtum Versace kjól á frumsýningu nýrrar Amazon stuttþáttaraðar hennar, Expats, síðastliðinn sunnudag. Kidman segist meðal annars frá þáttunum í forsíðuviðtalinu við Vogue og segist tengja við seigluna sem persónurnar búa yfir, en þættirnir segja frá hópi bandarískra kvenna sem búa í Hong Kong.
„Ég vil ekki vera fyrirmynd neins, ég hef engan áhuga á því. Ég hef áhuga á að kanna í gegnum listina hvað það þýðir að vera manneskja, hugmyndin um líf og dauða, ást, sársauka og gleði. Ég held mikilli fjarlægð á milli mín og þess sem allir hugsa eða vilja eða hvernig mér er ætlað að haga mér.“