fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Teigen óttaðist að kreditkortinu yrði hafnað á fyrsta stefnumótinu með Legend

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 19:30

Chrissy Teigen og John Legend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Chrissy Teigen, fyrirsæta og matreiðslubókahöfundur, og John Legend, tónlistarmaður, hafa verið saman síðan árið 2013, en fyrsta stefnumót þeirra fór næstum því út um þúfur að sögn Teigen.

Hjónin kynntust á tökustað á tónlistarmyndbandi Legend og segir Teigen í nýlegu viðtali við The Hollywood Reporter „Ég bauð John á Jean-Georges veitingastaðinn þegar ég var 20 ára og ég man að margarítan sem hann pantaði kostaði 58 dali. „Ég var bara í áfalli yfir verðinu þegar drykkurinn kom, á smá fati, með salti og fleira.“

Sagði Teigen að hún hafi verið orðin stressuð um að kreditkortinu hennar yrði hafnað þegar kæmi að því að greiða reikninginn. „„Það endaði með því að ég fór í bankann og tók út pening vegna þess að ég var viss um að kortinu mínu yrði hafnað, þannig að ég tók um 800 dali út.“

Stefnumótið hepnaðist augljóslega vel, en Teigen segist enn muna eftir þessari stress- og hræðslutilfinningu. „Máltíðin okkar var falleg og dásamleg, en stressið sem fylgdi, guð minn góður, ég mun aldrei gleyma þessari tilfinningu á ævinni. Þetta var skelfilegt.“

Nýir þættir Teigen, veitingamannsins Dave Chang og Joel Kim Booster byrja í sýningum í dag vestanhafs, Dining out with Chrissy and Dave, en þættirnir fylgja Teigen og Chang eftir þar sem þau bjóða ýmsum gestum, þar á meðal John Legend, til að skoða veitingahúsalífið í Los Angeles.

Það er nóg að gera hjá Teigen sem segist eiga fullt í fangi með að deila tíma milli vinnu og fjölskyldu. Hjónin eiga fjögur börn, Lunu, sjö ára, Miles, fimm ára, Esti, eins árs og Wren, sex mánaða. „Ég reyni að hugsa vel um sjálfa mig svo að ég geti vaknað og sjái ekki eftir að hafa misst af einhverju sem börnin gerðu. Andlega er þetta mikið álag. Ég á litla stelpu sem er að fara að labba. Ég á smábarn sem gerir minnst lítið. Ég á annan strák sem er svo áhugasamur um íþróttir og stelpu sem er bara algjör fullkomnun. Og að skipta tímanum og fókusnum á milli þeirra getur bara tekið verulega á.“

Teigen og Legend

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla