fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Lýtalæknir hætti á vinsæla megrunarlyfinu vegna þessara aukaverkana

Fókus
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 12:51

Dr Terry Dubrow ásamt Dr Paul Nassif í raunveruleikaþáttunum Botched.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lýtalæknirinn Dr. Terry Hubrow ákvað að prófa vinsæla megrunarlyfið Ozempic.

Ozempic var þróað til að meðhöndla sykursýki en hefur verið vinsælt sem megrunarlyf og eru fjölmargar Hollywood-stjörnur sagðar hafa notað það. Sumar hafa viðurkennt það, eins og sjónvarpsstjörnurnar Sharon Osbourne og Oprah Winfrey.

Dubrow er annar lýtalæknanna í vinsælu raunveruleikaþáttunum Botched á sjónvarpsstöðinni E! Hann er giftur raunveruleikastjörnunni Heather Dubrow úr þáttunum Real Housewives of Orange County.

Sjá einnig: Brotnaði niður í fyrsta skipti í sögu þáttanna

Þrátt fyrir að lyfið sé umdeilt lýsir Dubrow því sem „töfralyfi“ en tekur fram að það sé ekki áhættulaust. Hann ákvað að prófa það en hætti vegna aukaverkana.

Terry og Heather Dubrow.

„Ég prófaði það. Mér fannst það frábært, en aukakílóin sem ég þurfti að missa voru ekki mörg,“ sagði Dubrow, 65 ára, í samtali við Page Six.

„En ég vildi prófa þetta þar sem svo mikið af sjúklingum mínum eru á lyfinu og mig langaði að sjá hvað gerist þegar þú ert ekki með sykursýki og þarft aðeins að missa um 4,5 til 7 kíló.“

Lýtalæknirinn fann fyrir aukaverkunum eins og vægri ógleði og svo missti hann allan áhuga á mat.

„Ég hugsaði: Veistu hvað, ég vil fá matarlystina aftur. Hátíðirnar eru að koma og ég vil njóta mín,“ sagði hann um hvers vegna hann hafi ákveðið að hætta á lyfinu. „Mig langaði að geta borðað aftur.“

Fjölmiðlar vestanhafs hafa greint frá öðrum aukaverkunum eins og það getur valdið niðurgang og uppköstum.

Þrátt fyrir aukaverkanirnar segist Dubrow vera mikill aðdáandi lyfsins.

„Mér finnst þetta lyf vera kraftaverk. Stærsta bylting sem hefur orðið í læknisfræðinni.“

Forðast áfengi

Dubrow varar fólk við að drekka á lyfinu. „Þú getur alls ekki drukkið áfengi á meðan þú ert á því,“ sagði hann og bætti við að áfengisneysla samhliða notkun Ozempic auki líkurnar á brisbólgu.

„Þú þarft að fara mjög varlega með áfengi því það er fólk inni á spítala núna með brisbólgu vegna þessa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Í gær

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka