fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Tryllti netverja með því að nota velþekkt fyrirbæri í kaffidrykk – „Þú lifir aðeins einu sinni“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 14:30

Reese Witherspoon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Reese Witherspoon birti uppskriftarmyndband á TikTok á laugardaginn. Þar má sjá leikkonuna moka snjó af bíl sínum ofan í bolla. Sprautaði hún síðan saltkaramellusírópi og súkkulaðisírópi yfir og hellti að lokum köldu kaffi yfir. Nefndi hún drykkinn „Salted Snowy Cappucino.“

@reesewitherspoonSnow days were made for Chococinnos ❄️☕️♬ Let’s go – Official Sound Studio

„Það eru svo margir sem segja að snjór sé óhreinn, svo við fórum og tókum snjó úr bakgarðinum, settum hann í örbylgjuofninn og snjórinn er hreinn. Er þetta slæmt, ætti ég ekki að borða snjó?“

@reesewitherspoon Replying to @Mel ♬ original sound – Reese Witherspoon

Í öðru myndbandi segir Witherspoon: „Þú lifir aðeins einu sinni,“ og sagðist hún aðeins borða snjó þegar snjóaði heima hjá henni, kannski einu sinni á ári. „Ég vil líka segja að þetta var ljúffengt, þetta var svo gott.“

@reesewitherspoon Replying to @Pamcake ♬ original sound – Reese Witherspoon

„Þannig að það sem þú ert að segja við mig er að ég þarf að sía snjóinn áður en ég borða hann?“ sagði hún hlæjandi í þriðja myndbandinu. „Ég get bara ekki síað snjó. Ég veit ekki hvernig ég á að gera það!“ segir leikkonan sem segist hafa alist upp við að drekka kranavatn í stað síaðs vatns og hafi oft drukkið vatn úr garðslöngunni.

@reesewitherspoon Replying to @Gio ♬ original sound – Reese Witherspoon

Netverjar létu ekki á sér standa í athugasemdakerfinu, og sumir voru á sömu skoðun og Witherspoon að það væri í góðu lagi að borða snjó, meðan aðrir rifu hár sitt af hneykslun.

„Fólkið sem segir að snjór sé slæmt, hefur greinilega aldrei búið til snjóís!“ skrifaði einn karlmaður.

Sumir komu jafnvel með tillögur að frystum uppskriftum. „Bæta við hnetusmjöri og kalla það Reese’s Winterspoon,“ skrifaði einn og svaraði leikkonan tilbaka:„Þetta er snilld.“

Ég ólst upp við að búa til snjóís með vanilluþykkni og sykri, fólk er ofdramatískt í þessum athugasemdum.“

„Svo lengi sem þú borðar ekki gula snjóinn, þá ertu góð!“ skrifaði einn. Óhætt er að segja að við íslendingar höfum lengi tileinkað okkur þá reglu.

„Nei nei nei.. snjór er ekki gerður til að borða, þú getur orðið alvarlega veik,“ skrifað ein sem botnaði ekkert í þessu athæfi. „Er snjór ekki skítugur??“ spurði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Í gær

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“