Kvikmyndin Oppenheimer í leikstjórn Christopher Nolan fær flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna, eða 13 talsins. Tilnefningar voru opinberaðar í dag en hátíðin sjálf fer fram 10. mars næstkomandi.
Oppenheimer er tilnefnd sem besta myndin en í þeim flokki eru einnig tilnefndar American Fiction, Anatomy of a Fall, Barbie, The Holdovers, Killers of the Flower Moon, Maestro, Past Lives, Poor Things og The Zone of Interest.
Cillian Murphy er tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkuna sína á J. Robert Oppenheimer. Bradley Cooper (Maestro), Colman Domingo (Rustin), Paul Giamatti (The Holdovers) og Jeffrey Wright (American Fiction) eru tilnefndir í sama flokki.
Annette Bening (Nyad), Lily Gladstone (Killers of the Flower Moon), Sandra Huller (Anatomy of a Fall), Carey Mulligan (Maestro) og Emma Stone (Poor Things) eru tilnefndar sem besta leikkona í aðalhlutverki.
Emily Blunt (Oppenheimer), Danielle Brooks (The Color Purple), America Ferrera (Barbie), Jodie Foster (Nyad) og Da‘Vine Joy Randolph (The Holdovers) eru tilnefndar sem besta leikkonan í aukahlutverki.
Sterling K. Brown (American Fiction), Robert De Niro (Killers of the Flower Moon), Robert Downey Jr. (Oppenheimer), Ryan Gosling (Barbie) og Mark Ruffalo (Poor Things) eru tilnefndir sem besti leikari í aukahlutverki.
Christopher Nolan er tilnefndur sem besti leikstjóri fyrir Oppenheimer en í sama flokki eru Martin Scorsese (Killers of the Flower Moon), Justine Triet (Anatomy of a Fall), Yorgos Lanthimos (Poor Things) og Jonathan Glazer (The Zone of Interest) tilnefndir.
Íslenska myndin Volaða land var framlag okkar til Óskarsverðlauna og var í forvalinu ásamt fjórtán öðrum myndum sem besta erlenda myndin. Því miður hlaut hún ekki náð fyrir augum dómnefndar en í þessum flokki eru tilnefndar Io Capitano frá Ítalíu, Perfect Days frá Japan, Society of the Snow frá Spáni, The Teacher‘s Lounge frá Þýskalandi og The Zone of Interest frá Bretlandi.