fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Oppenheimer með 13 tilnefningar til Óskarsverðlauna

Fókus
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Oppenheimer í leikstjórn Christopher Nolan fær flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna, eða 13 talsins. Tilnefningar voru opinberaðar í dag en hátíðin sjálf fer fram 10. mars næstkomandi.

Oppenheimer er tilnefnd sem besta myndin en í þeim flokki eru einnig tilnefndar American Fiction, Anatomy of a Fall, Barbie, The Holdovers, Killers of the Flower Moon, Maestro, Past Lives, Poor Things og The Zone of Interest.

Cillian Murphy er tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkuna sína á J. Robert Oppenheimer. Bradley Cooper (Maestro), Colman Domingo (Rustin), Paul Giamatti (The Holdovers) og Jeffrey Wright (American Fiction) eru tilnefndir í sama flokki.

Annette Bening (Nyad), Lily Gladstone (Killers of the Flower Moon), Sandra Huller (Anatomy of a Fall), Carey Mulligan (Maestro) og Emma Stone (Poor Things) eru tilnefndar sem besta leikkona í aðalhlutverki.

Emily Blunt (Oppenheimer), Danielle Brooks (The Color Purple), America Ferrera (Barbie), Jodie Foster (Nyad) og Da‘Vine Joy Randolph (The Holdovers) eru tilnefndar sem besta leikkonan í aukahlutverki.

Sterling K. Brown (American Fiction), Robert De Niro (Killers of the Flower Moon), Robert Downey Jr. (Oppenheimer), Ryan Gosling (Barbie) og Mark Ruffalo (Poor Things) eru tilnefndir sem besti leikari í aukahlutverki.

Christopher Nolan er tilnefndur sem besti leikstjóri fyrir Oppenheimer en í sama flokki eru Martin Scorsese (Killers of the Flower Moon), Justine Triet (Anatomy of a Fall), Yorgos Lanthimos (Poor Things) og Jonathan Glazer (The Zone of Interest) tilnefndir.

Íslenska myndin Volaða land var framlag okkar til Óskarsverðlauna og var í forvalinu ásamt fjórtán öðrum myndum sem besta erlenda myndin. Því miður hlaut hún ekki náð fyrir augum dómnefndar  en í þessum flokki eru tilnefndar Io Capitano frá Ítalíu, Perfect Days frá Japan, Society of the Snow frá Spáni, The Teacher‘s Lounge frá Þýskalandi og The Zone of Interest frá Bretlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone