fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Afbrýðisemi Hugh Hefner – Strangur útivistartími og engin náttfatapartý án hans

Fókus
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 20:30

Hugh Hefner og Holly Madison.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi Playboy-kanínan Holly Madison skýrir enn frekar frá hryllingnum sem átti sér stað í frægu Playboy-höllinni.

Hugh Hefner var stofnandi, útgefandi og aðalritstjóri Playboy-tímaritsins. Hann lést 91 árs að aldri árið 2017.

Madison var kærasta Hefner og bjó í Playboy-setrinu frá 2001 til 2008. Undanfarin ár hefur hún opnað sig um neikvæðar minningar og hryllingin sem átti sér stað í höllinni.

Hún skrifaði bókina Down the Rabbit Hole árið 2015, sem fjallaði um martraðakennt líf hennar sem kærustu Hefner. Hún kom einnig fram í heimildarþáttaröðunum Secrets of Playboy, sem kom út í byrjun árs 2022, og The Playboy Murders, sem komu út í byrjun árs 2023.

Hún er ekki sú eina til að stíga fram og lýsa öllu því ógeðfellda sem gerðist á bak við tjöldin. Crystal Hefner, ekkja Hugh Hefner, lýsti höllinni sem fangelsi,

Önnur þáttaröð af The Playboy Murders fer í loftið bráðlega og mun Madison aftur koma fram í þáttunum.

„Ég held að fólk sé mjög forvitið um Playboy-veröldina,“ sagði Madison í samtali við Fox News Digital.

Hugh Hefner átti alltaf margar kærustur.

Afbrýðisamur maður

Madison sagði að þrátt fyrir að Hefner hafi átt margar kærustur, á einum tímapunkti átti hann sjö kærustur, hafi hann verið mjög afbrýðisamur.

„Ég held að það hafi skipt hann miklu máli – og ímynd hans – að fólk sæi hann sem einhvern sem ætti þessar mörgu kærustur en hver og ein væri algjörlega skuldbundin honum,“ sagði Madison.

„Hann var mjög afbrýðisamur. Ef hann komst að því að ein af kærustum hans hafi sést með öðrum karlmanni varð hann alveg brjálaður. Þess vegna lentu sumar stelpurnar í því að þeim var hent út og bannað að vinna með fyrirtækinu aftur.“

Madison sagði að Hefner hafi verið með mjög strangar reglur, eins og að þær þurftu alltaf að vera komnar heim fyrir klukkan níu á kvöldin. Þær fengu aldrei að fara neitt að gista án hans, það gerðist örfáum sinnum og bara þegar Hefner gat staðfest að ekkert „gæti gerst“.

„Af þessum sjö árum sem ég var með honum vorum við aðskilin í mesta lagi tvo eða þrjá daga samtals.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram