fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Varar fólk við að gera ekki sömu mistök og hún – Nánast blind eftir nýja tískuaðgerð

Fókus
Föstudaginn 19. janúar 2024 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfæðingar vara fólk við að gangast ekki undir laseraðgerð þar sem augnlit er breytt.

Franska fyrirtækið New Colour, sem sérhæfir sig í slíkum aðgerðum, deildi myndbandi af einni konu sem undirgekkst aðgerðina hjá þeim. Myndbandið hefur vakið mikla athygli, fengið yfir 20 milljónir áhorfa, en það eru ekki allir á sömu blaðsíðunni varðandi útkomuna.

@new_color_flaak EYE COLOR CHANGE for @LAYYONS🦋 Eye color change using the FLAAK Pro technique, the most advanced and natural keratopigmentation ☝🏼 You dream about changing the color of your eyes? Send us a PM 💌 #newcolor #flaak #keratopigmentation #visumax #visumax800 #eye #eyecolorchange ♬ son original – new_color_flaak

Flestir þeirra sem skrifuðu við myndbandið sögðust ekkert skilja af hverju einhver myndi leggja á sig aðgerð og hætturnar sem henni fylgja til að breyta um augnlit, fólk gæti einfaldlega gengið með litaðar linsur.

Sumir veltu fyrir sér hvaða áhrif þetta mun hafa á augun til lengri tíma.

Ein kona getur svarað því. Fyrirsætan Nadinne Bruna fór til Kólumbíu til að breyta brúnu augunum sínum í ljósgrá. Aðgerðin þar var öðruvísi en sú sem franska fyrirtækið framkvæmir. Kólumbíska fyrirtækið notaði sílikon ígræðslu til að breyta augnlitnum og missti Bruna 80 prósent sjón í hægri auga og 50 prósent í því vinstra.

„Augun mín voru fullkomlega heilbrigð fyrir aðgerðina,“ sagði Bruna í viðtali við Healthline.

Dr Colin McCannel sagði við miðilinn að það væri slæm hugmynd að gangast undir óþarfa augnaðgerðir vegna hugsanlegra aukaverkana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“