„Þrennt hefur gerst. Og allt sama daginn, mjög einkennilegt,“ segir Hamel, 87 ára, í samtali við Page Six.
Fyrsta sem gerðist var að kólibrífugl flaug inn í húsið. Hann flaug um eldhúsið, stofuna og borðstofuna og staldraði síðan við mynd af Hamel og Somers. „Hann meira að segja stoppaði þar og lenti á myndinni.“
Hamel tók mynd af fuglinum á myndinni.
Eftir það „kviknaði arinninn af sjálfu sér“ og það kviknaði einnig á tónlist eftir „uppáhalds tónskáld Suzanne.“
Það sem er enn furðulegra er að „enginn hefur heyrt um þetta tónskáld.“
Hamel segist nú trúa á framhaldslíf. Þegar hann fer á sofa á kvöldin finnur hann Somers liggjandi við hliðina á sér. Þau voru saman í 55 ár og gift í 46 ár.
Suzanne Somers lést á heimili sínu í Palm Springs sunnudagsmorguninn 15. október. Banamein hennar var brjóstakrabbamein sem hún hafði barist hetjulega við í rúmlega 23 ár.
Somers var þekktust fyrir hlutverk hennar í sjónvarpsþáttunum Three´s Company og Step by Step á níunda og tíunda áratug, en síðasta hlutverk hennar var árið 2017. Hún gaf einnig út sjálfshjálparbækur, tvær ævisögur, ljóðabók og bækur um megrun.
Somers skildi eftir sig eiginmanninn, en þau voru gift í 46 ár, soninn, Bruce Jr., sem hún átti með fyrrverandi eiginmanni sínum, Bruce Somers, tvö stjúpbörn, Stephen og Leslie Hamel frá fyrra hjónabandi eiginmanns síns, og sex barnabörn.