fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Afhjúpar ógeðslegt leyndarmál fyrrverandi herbergisfélaga og Victoria‘s Secret fyrirsætu

Fókus
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski áhrifavaldurinn Taylor Paré ákvað að afhjúpa leyndarmál fyrrverandi herbergisfélaga hennar, sem hún segir að hafi verið Victoria‘s Secret fyrirsæta.

Ekki nóg með það segir hún fyrirsætuna mjög vinsæla og eftirsótta í dag. Netverjar hafa reynt að komast að því hvaða fyrirsæta þetta sé, en Taylor ber henni ekki góða sögu.

Fyrsta myndband Taylor um herbergisfélagann hefur fengið margar milljónir í áhorf.

„Fyrst þegar ég flutti til New York bjó ég með Victoria‘s Secret fyrirsætu og ég hef geymt leyndarmál hennar í tíu ár, en ekki lengur,“ sagði Taylor.

Þær voru allar vinsælar Victoria’s Secret fyrirsætur á sínum tíma.

Hún sagði að fyrirsætan hafi orðið mjög eftirsótt þetta ár og hafi umgengst vinsælt fólk í bransanum eins og ofurfyrirsætuna Naomi Campbell og ljósmyndarann Steven Meisel.

Fljótlega fóru Taylor og hinir herbergisfélagarnir að taka eftir einkennilegri hegðun fyrirsætunnar. Eins og furðulegar lygar og ýmsir hlutir fóru að hverfa.

„Eins og stuttermabolir, húðvörur, snyrtivörur og síðan lyf,“ segir Taylor.

Fundu ferðatösku

Þetta náði hámarki þegar Taylor og hinar stúlkurnar ákváðu að leita að „týndu“ hlutunum sínum í herbergi fyrirsætunnar, þegar hún var ekki heima.

Þar fundu þær illa lyktandi ferðatösku. „Ég fékk áfall þegar ég sá að hún hafði stolið frá öllum herbergisfélögunum. Skrýtnum hlutum eins og plastglösum og pennum, fullt af lyfseðilskyldum lyfjum sem hún hefði ekki einu sinni getað notað.“

En það var alls ekki það versta sem þær fundu í umræddri ferðatösku. Fyrirsætan var ekki mikið fyrir að henda í ruslið, eða sturta niður í klósettið.

„Hún geymdi allt ruslið sitt, það voru notaðir túrtappar, pappír sem hún hafði snýtt sér í og skeint sér með, maður gat séð kúk á pappírnum. Hún geymdi þetta allt í ferðatösku sem var inni í herberginu hennar. Þetta var svo ógeðslegt!“

Á myndinni til hægri má sjá kúkaklósettpappírinn.

Sagan vakti mikla athygli og endaði Taylor með að birta mynd sem hún tók af ferðatöskunni á sínum tíma.

Hún hefur neitað að afhjúpa nafn konunnar en hefur sagt að þetta sé fyrirsæta sem er enn starfandi í dag og er vinsæl á TikTok.

@paretay And they were roommates! #nyc #storytime #fypシ ♬ Chopin Nocturne No. 2 Piano Mono – moshimo sound design

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram