fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Fyrrverandi þarf að endurgreiða Clarkson fúlgur fjár

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 14:30

Kelly Clarkson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brandon Blackstock fyrrum eiginmaður tónlistarkonunnar og þáttastjórnandans Kelly Clarkson þarf að endurgreiða henni 2.641.374 dala. Um er að ræða umboðslaun sem Blackstock ofrukkaði Clarkson um sem umboðsmaður hennar á sama tíma og þau voru gift. 

Vinnumálastjóri í Kaliforníu úrskurðaði um málið á fimmtudag, ákvörðun sem Blackstock ætlar að áfrýja. Samkvæmt lagalegum skjölum sem vefmiðlarnir Page Six og TMZ hafa greint frá kom í ljós að Blackstock hafði hegðað sér með ólögmætum hætti þegar hann bókaði tónleika og gerði samninga fyrir þáverandi eiginkonu sína, Clarkson, hvað varðar sjónvarpsþættina The Voice, Norwegian Cruise Lines, Wayfair og Billboard Music Awards.

Vinnumálastjórinn tekur fram að einungis hæfileikaumboðsmenn, ekki stjórnendur, geti tryggt viðskiptavinum sínum atvinnu, með nokkrum undantekningum. Blackstock skuldar Clarkson 1.983.155,70 dala fyrir þjálfarahlutverk hennar í The Voice, 208.125 dala fyrir samstarfið við Norwegian Cruise Lines, 450.000 dala fyrir samstarfið við Wayfair og 93.30 dala eftir að hún var kynnir á Billboard tónlistarhátíðinni í þrígang. Clarkson óskaði jafnframt eftir að upplýst yrði hvaða prósentu Blackstock hefði fengið fyrir að landa Clarkson spjallþætti hennar, The Kelly Clarkson Show, en vinnumálastjórinn úrskurðaði að Blackstock ætti að halda þeim umboðslaunum.

Harðvítug forræðisbarátta

Clarkson sótti um skilnað frá Blackstock  í júní 2020 eftir tæplega sjö ára hjónaband. Eftir harðvítuga forræðisbaráttu yfir níu ára gamalli dóttur þeirra, River Rose, sjö ára syni þeirra, Remington „Remy“ Alexander, og sameiginlegum búgarði þeirra í Montana, samþykktu fyrrverandi hjónin loks skilnað sinn í mars 2022. Clarkson fékk forræði yfir börnum þeirra og fékk að halda búgarðinum. Stuttu eftir að skilnaðurinn var frágenginn flutti Clarkson með börnin til New York, og sagði hún flutninginn hjálpa henni að koma undir sig fótunum.

„Ég held að COVID hafi sýnt fram á að samband okkar var ekki að virka,“ útskýrði hún í júní þegar hún yfirgaf bæði Los Angeles og Blackstock.

Eftir að plata hennar Chemistry kom út sagði Clarkson aðdáendum sínum að hún væri búin að setja hugmyndina um stefnumót á ís. „Á ég kærasta? Nei! Og er ekki að leita. Og veistu af hverju? Ég elska að vera einhleyp,“ deildi hún með Instagram fylgjendum sínum í september.

„Ég á tvö börn, tvo hunda, þrjár kanínur, hamstur, er í nokkrum störfum, það er nóg að gera,“ útskýrði hún og sagði að það væri erfitt að byrja upp á nýtt þegar maður hafði hugsað sér að verja restinni af ævinni með ákveðnum aðila, sem hefði síðan ekki gengið upp.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“