fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Segir Swift hafa brugðist kolrangt við „neðanbeltisbrandaranum“ umtalaða

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Golden Globes verðlaunahátíðin fór fram á sunnudagskvöld í Los Angeles og á meðal þess sem rætt hefur verið eftir hátíðina er frammistaða kynnis hátíðarinnar Jo Koy og brandari sem hann lét falla í garð tónlistarkonunnar Taylor Swift.

„Stærsti munurinn á Golden Globes-verðlaunahátíðinni og NFL-deildinni er sá að á Golden Globes fáum við að sjá færri skot af Taylor Swift í sjónvarpinu,“ sagði Koy og vísaði í ástarsamband Swift og NFL-leikmannsins Travis Kelce sem leikur með Kansas City Chiefs.

Sjá einnig: Ískalt augnaráð Taylor Swift eftir „neðanbeltisbrandara“ á Golden Globes

Swift hefur verið dugleg að mæta á leiki hjá sínum heittelskaða og hefur viðvera hennar á leikjum vakið gríðarlega athygli fjölmiðla og myndavélum verið beint óspart að henni í stúkunni.

Swift stökk ekki bros á vör þegar brandarinn féll og saup á vínglasinu sínu. „Ef augnaráð gæti drepið…,“ sagði einn netverji og annar sagði brandara Koy hafa verið „neðanbeltis“.

Segir að Swift hefði átt að spila með

Bandaríska fjölmiðlakonan Megyn Kelly sagði í þætti sínum, The Megyn Kelly Show,  á mánudag að Swift hefði brugðist kolrangt við með þessum viðbrögðum hennar, sem gáfu til kynna svarið „hvernig dirfist þú að gera grín að mér?“ og segir að Swift hefði frekar átt að spila með. 

„Ég hélt í raun og veru að hann væri fullkominn með þennan brandara. Swift kunni ekki að meta hann, getur hún ekki bara sýnt að hún kunni að taka gríni? Ég tel hana hafa brugðist kolrangt við,“ segir Kelly.

„Þetta var létt grín. Við vitum öll að hún stjórnar ekki hversu oft myndavélarnar eru á henni á leikjum í NFL. Það er ekki henni að kenna. Þetta er pirrandi. Og ef hún væri klár, myndi hún hlæja eins og hún væri með í gríninu.“

Gestur Kelly, dálkahöfundur DailyMail.com, Maureen Callahan, var sammála henni. „Mér fannst þetta fyndið. Þú ert á Golden Globe. Þú ert í flokki vegna þess að þú græddir í raun yfir 150 milljónir dala í miðasölunni, sem er ekkert smáatriði eftir COVID. Þetta er það sem truflar fólk. Þarna er herbergi fullt af margmilljónamæringum sem eru í forréttindaópi og geta ekki tekið gríni,“ sagði Callahan. 

„Þú verður að sýna húmor og auðmýkt þegar kemur að sjálfum þér. Swift er ekki yfir slíkt hafin. Hún hefur verið ráðandi í menningunni síðastliðið ár, kannski er það vandamálið.“

Kelly bætir við að ef hún væri ráðgjafi Swift hefði hún sagt henni að hlæja bara að brandaranum. 

Óhætt er að segja að brandarinn og viðbrögð Swift hafi vakið hörð viðbrögð meðal aðdáenda hennar og sagði meðal annars einn netverji: „Gerir heimskinginn sem er gestgjafi Golden Globe og gerði grín að Taylor Swift sér grein fyrir að milljónir áhorfenda þurftu að googla hver í fjandanum Jo Koy er!?“

Einhverjir tóku þó upp hanskann fyrir Koy: „Getur Taylor ekki tekið brandara? Hann var ekki einu sinni að tala niður til hennar, heldur dissa NFL fyrir hvernig þeir fjalla sífellt um hana. Þetta  var fyndið og saklaust.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram