Pelsi var stolið af Helgu Þóru Bjarnadóttur, dóttur Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, í desember síðastliðnum.
Þóra birtir tilkynningu um þetta í Facebook-hópnum Brask og brall og heitir 20 þúsund krónar fundarlaunum. „Ég sakna hans mikið,“ segir Þóra um pelsinn.
Þjófnaðurinn var framinn á skemmtistaðnum við Lækjargötu 2, í kjallaranum undir Hard Rock Cafe.
Þóra skrifar:
þessum pels var stolið á skemmtistaðnum auto í desember. mikið væri gaman að fá hann til baka ef einhver hefur séð hann. eg er til i að borga 20 þusund krona fundarlaun fyrir pelsinn sakna hans mikið