fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Nicole Kidman opnar sig – Átti mjög erfitt á þessu stóra augnabliki

Fókus
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 13:29

Nicole Kidman var valin besta leikkona í aðalhlutverki á Óskarnum árið 2003.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska stórleikkonan Nicole Kidman vann Óskarsverðlaunin árið 2003. Hún virtist vera á toppi tilverunnar en raunveruleikinn var annar. Hún var að ganga í gegnum mjög erfiða tíma á bak við tjöldin.

Nicole Kidman var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni The Hours.

Hún og leikarinn Tom Cruise voru nýlega skilin eftir ellefu ára hjónaband. Kidman var 35 ára þegar hún vann Óskarinn og brotnaði niður þegar hún hélt þakkaræðuna.

 

„Þetta var hápunktur ferils míns en einkalíf mitt var í molum. Það er það sem gerist, er það ekki?“ segir hún um þennan tíma í lífi sínu í bókinni 50 Oscar Nights eftir Dave Karger.

Þrátt fyrir að hafa unnið verðlaun vildi Kidman bara fara heim þetta kvöld. „Ég er ekki mikið fyrir partýstand þannig ég ætlaði að sleppa Vanity Fair eftirpartýinu og fara bara heim og upp í rúm. En allir sögðu að ég þyrfti að fara og ganga um með styttuna.“

Leikkonan segir að hana hafi ekki langað að gera það en hafi látið undan þrýstingi og mætt í smá stund.

„Ég bókstaflega labbaði inn, hélt á styttunni, þetta var allt svo yfirþyrmandi og tilfinningaríkt, ég skalf öll og naut þess ekki. Ég var nánast byrjuð að biðja fólk afsökunar, sem er svo heimskulegt. Ég vildi óska þess að ég hefði notið þess betur að vera þarna,“ segir hún.

„Ég fór heim, pantaði mat og borðaði það á gólfinu á hótelherberginu mínu.“

Kidman segir að hún hafi farið ein að sofa fyrir miðnætti. „En ef ég vinn aftur þá ætla ég að skemmta mér í 24 tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“