Ida og Jupp stunduðu kynlíf í segulómstæki á meðan hollenski vísindamaðurinn og vinur þeirra, Menko Victor ‚Pek‘ van Andel, fylgdist með því sem væri að eiga sér stað í líkama þeirra.
Hann birti myndirnar í British Medical Journal árið 1999 eftir að hafa framkvæmt ítarlegri rannsókn.
Þetta var í fyrsta skipti sem einhver hafði notað segulómstæki til að skoða æxlunarfæri kvenna en fólk hafði vissulega reynt að nota ímyndunaraflið.
Frægasta dæmið um það var teikning eftir Leonardo da Vinci frá 1492 til 1494. Hann teiknaði karlmann ýta stinnum lim sínum inn í leggöng. Líkami og andlit konunnar sést ekki á myndinni, aðeins kynfæri hennar og virðast leggöngin vera þráðbein.
Þó svo að skissa Leonardo da Vinci hafi á – á tíma rannsóknarinnar – verið yfir 500 ára gömul var þetta enn talin vera lögun legganga. Næstum allar skýringarmyndir á umbúðum fyrir túrtappa og í kynlífsbókum sýndu leggöng sem bein göng. Gert var ráð fyrir því að getnaðarlimur færi beint inn og beint út.
En samfarir Idu og Jupp í segulómstækinu breyttu því.
Eins og sjá má á myndunum eru leggöng kvenna ekki bein heldur sveigð og aðlagar limurinn sig að þeim, eins og „boomerang“ og beygist í um 120 gráður.
Vice fjallaði nánar um málið.