fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Stunduðu kynlíf í segulómstæki og gerðu ótrúlega uppgötvun – Sjáðu hvað gerist við samfarir

Fókus
Laugardaginn 6. janúar 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1991 brutu Ida Sabelis og kærasti hennar, Jupp, blað í sögunni þegar þau höfðu samfarir í segulómstæki (MRI) í þágu vísindanna. Þau gerðu ótrúlega uppgötvun sem breytti skilningi okkar á líffærafræði kvenna.

Ida og Jupp stunduðu kynlíf í segulómstæki á meðan hollenski vísindamaðurinn og vinur þeirra, Menko Victor ‚Pek‘ van Andel, fylgdist með því sem væri að eiga sér stað í líkama þeirra.

Hann birti myndirnar í British Medical Journal árið 1999 eftir að hafa framkvæmt ítarlegri rannsókn.

Þetta var í fyrsta skipti sem einhver hafði notað segulómstæki til að skoða æxlunarfæri kvenna en fólk hafði vissulega reynt að nota ímyndunaraflið.

Frægasta dæmið um það var teikning eftir Leonardo da Vinci frá 1492 til 1494. Hann teiknaði karlmann ýta stinnum lim sínum inn í leggöng. Líkami og andlit konunnar sést ekki á myndinni, aðeins kynfæri hennar og virðast leggöngin vera þráðbein.

Skissa Leonardo da Vinci.

Þó svo að skissa Leonardo da Vinci hafi á – á tíma rannsóknarinnar – verið yfir 500 ára gömul var þetta enn talin vera lögun legganga. Næstum allar skýringarmyndir á umbúðum fyrir túrtappa og í kynlífsbókum sýndu leggöng sem bein göng. Gert var ráð fyrir því að getnaðarlimur færi beint inn og beint út.

En samfarir Idu og Jupp í segulómstækinu breyttu því.

Myndin til hægri er merkt. P=typpi, U=legið, SC=eistun, B=þvagblaðra hennar.

Eins og sjá má á myndunum eru leggöng kvenna ekki bein heldur sveigð og aðlagar limurinn sig að þeim, eins og „boomerang“ og beygist í um 120 gráður.

Vice fjallaði nánar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“