fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Kennarastofan slær met IceGuys

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. janúar 2024 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kenn­ara­stof­an, glæ­ný ís­lensk þáttaröð í Sjón­varpi Sím­ans, hef­ur slegið nýtt áhorfs­met yfir áhorf á fyrsta þátt á ein­um sóla­hring. Fyrra áhorfs­metið áttu fimmmenningarnir í IceGuys. 

Kenn­ara­stof­an fjall­ar um líf grunn­skóla­stýru með áráttu- og þrá­hyggjurösk­un, leikin af Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, sem um­turn­ast þegar hömlu­laus tón­list­ar­kenn­ari, leikinn af Sverri Þór Sverrissyni (Sveppa) mæt­ir til starfa. Þáttaröðin er róm­an­tísk gam­an­saga sem fjall­ar um ást­ir og ör­lög kenn­ara.

„Við erum að sjá ótrú­leg­an vöxt í áhorfi hjá okk­ur, ís­lensk kvik­mynda­fram­leiðsla er eitt­hvað sem okk­ar áskrif­end­ur vilja. Kenn­ara­stof­an er fjórða leikna ís­lenska þáttaröðin sem Sím­inn frum­sýn­ir á fjór­um mánuðum og byrj­ar hún árið með hvelli. Þetta eru ótrú­leg­ar áhorfstöl­ur og ég er al­veg æv­in­týra­lega stolt­ur að sjá þessi verk­efni taka á flug,“ seg­ir Birk­ir Ágústs­son dag­skrár­stjóri inn­lendr­ar dag­skrár­gerðar hjá Sím­an­um.

Fram­leiðsla þátt­anna er á hönd­um fyr­ir­tæk­is­ins Kontent, en Kenn­ara­stof­an er fyrsta þáttaröðin sem kem­ur frá hópn­um. Á bak við Kontent eru Guðný Guðjóns­dótt­ir, Jón Gunn­ar Geir­dal, Kristó­fer Dign­us og Sara Djeddou Bald­urs­dótt­ir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram