fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Ísdrottningin horfir til Bessastaða og er með sýn fyrir embættið – Þetta myndi hún gera sem forseti

Fókus
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetastóladansinn er hafinn. Þegar hafa lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson og sérstakur áhugamaður um embætti forseta, Ástþór Magnússon, boðið þjóðinni upp í dans. Sagan segir svo að Dóri DNA sé að versla eftir dansskóm, en ætli aðeins að klæðast þeim ef það fer að gjósa á Reykjanesinu á þrettándanum, sem þó þykir líklegra þessa daganna en að vinna í lottó.

Ísdrottningin sjálf, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, virðist ætla að kasta loðhúfu sinni í hringinn ef marka má færslu hennar á Facebook í kvöld. En líklegra má þó ætla að ísdrottningin sé að slá á létta strengi.

„Ég ætla að bjóa mig fram á Bessastaði,“ skrifar ísdrottningin og bætir við að hún sé strax komin með skýra sýn fyrir embættistíð sína. Fyrst ætlar hún að flytja inn nýjustu árgerð af lúxusbílnum Bentley og verður hann svartur til að hæfa embættinu. Bíllinn verður svo skreyttur íslenska fánanum og muni ekki ekið frá Bessastöðum án fylgdarliðs.

„Svo langar mig í 2 stóra Rottweiler á lóðina. Ég ætla að setja ný lög um sérstaka skatta á fólk og fyrirtæki sem eiga ekki aura sinna tal og hirða af þeim góða prósentu (eins og í Svíþjóð) sem fer beint í að byggja fullt af leikskólum, ódýrum eða fríum íbúðum fyrir ungt fólk, aldraða og öryrkja ásamt auðvitað frírri læknisþjónustu fyrir almenning sem tíðkast líka hjá nágrannaþjóðum okkar – svo kem ég til með að byrja fólksflutninga til Akureyrar þar sem ný höfuðborg verður krýnd 2050 í sólinni án jarðhræringa.“

Ásdís lofar líka stærsta skíðasvæði Evrópu upp á jökli og alþjóðlegum flugvelli á Akureyri. Ísdrottningin boðar líka breytingar á Bessastöðum sem hæfa drottningu eins og henni.

„Ég kem til með að ráða beauty team á Bessastaði og einungis dressa mig í fínasta púss frá þekktustu hönnuðum heims og í leiðinni setja dresscode á þingmennina, tískan hjá þessum hóp er til skammar.“

Ásdís óskar landsmönnum svo gleðilegs árs og bætir við að hún myndi ekki slá hönd á móti einkaþotu, enda ástæðulaust að reyna að geðjast öðrum með því að fljúga á almennu farrými.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram