Tónlistarmaðurinn Joe Jonas og leikkonan Sophie Turner eru að skilja eftir fjögurra ára hjónaband. Þau eiga tvær dætur saman.
Skilnaðurinn er orðinn ansi ljótur, fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið og hefur leikkonan stefnt söngvaranum.
Samkvæmt gögnum sem leikkonan hefur lagt fram fyrir dómi mun málið eiga rætur að rekja til rifrildis sem hjónin áttu á afmælisdegi söngvarans um miðjan ágúst.
Í byrjun september greindi slúðurmiðillinn TMZ frá því að upptaka úr Ring öryggismyndavél á heimili þeirra hafi verið hvatinn á bak við skilnaðinn.
Sjá einnig: Upptaka úr öryggismyndavél sögð vera hvatinn á bak við skilnaðinn
TMZ sagðist hafa rætt við nokkra heimildamenn, sem eiga allir að þekkja Joe, sem segja að söngvarinn hafi annað hvort „heyrt eða séð eitthvað“ á upptöku úr öryggismyndavélinni sem hafi látið hann átta sig á því að hjónabandið væri búið. Smáatriðin eru ekki á hreinu að sögn miðilsins.
Nú greinir US Weekly frá því hvað það hafi verið sem Joe átti að hafa heyrt.
Samkvæmt heimildarmanni miðilsins á Joe að hafa heyrt Sophie tala illa um sig.
„Það var ekkert meira en það. En það var síðasta hálmstráið,“ sagði hann.