fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Fókus

Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. september 2023 17:00

Affleck og fyrrverandi Jennifer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slúðurmiðlar vestanhafs hafa fjallað um fund leikaranna Ben Affleck og Jennifer Garner i Santa Monica í Kaliforníu á þriðjudag þar sem sjá má þau faðmast innilega og Garner síðan setjast inn í bíl Affleck.

Fyrir tveimur vikum var sama upp á teningnum en þá var 14 ára dóttir þeirra, Seraphina, með í för.

Hér er aðeins um gott samkomulag að ræða á milli fyrrverandi hjóna sem eiga þrjú börn saman, en auk Seraphina, eiga þau dótturina Violet 17 ára og soninn Samuel 11 ára.

Hjónin giftu sig árið 2005 og tilkynntu árið 2015 að þau ætluðu að skilja, skilnaðurinn var síðan frágenginn í október árið 2018. Nokkru síðar tók Affleck aftur saman við sína fyrrverandi, tónlistarkonuna Jennifer Lopez, og giftu þau sig í júlí árið 2022.

Affleck og núverandi Jennifer

Heimildarmaður sagði Daily Mail að hjónin fyrrverandi ættu gott samband þeirra hvað varðar uppeldi barnanna eftir skilnað Lopez að þakka. „Ben er hamingjusamur. Drama fortíðar og skilnaðarins er að baki og þau eru að láta allt ganga upp.“

Sagði heimildamaðurinn Garner og Lopez ágætis vinkonur og öll börnin elska hvert annað, en Lopez á tvíbura, son og dóttur, með fyrri eiginmanni sínum, söngvaranum Marc Anthony. „Þetta er gott samkomulag foreldra og stjúpforeldra.“

Í forsíðuviðtali Vogue í lok síðasta árs sagði Lopez það sama og hrósaði sínum ektamanni og hans fyrrverandi fyrir að standa sig vel saman í foreldrahlutverkinu. Sagði hún þau hafa tæklað uppeldið og blandaða fjölskyldu mjög vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika