fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Fókus

Rýfur loksins þögnina um Taylor Swift – Afhjúpar hvað fjölskyldunni fannst um hana

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 28. september 2023 08:49

Travis Kelce var ánægður með að Taylor hafi mætt á leikinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski ruðningskappinn Travis Kelce hefur rofið þögnina um samband hans og stórstjörnunnar Taylor Swift, aðdáendum til mikillar ánægju.

Fyrir rúmlega viku síðan fór fyrst orðrómur á kreik um að Taylor Swift og Travis Kelce væru að slá sér upp saman. Það mætti segja að internetið hafi farið á hvolf þegar söngkonan mætti á leik Kansas City Chiefs, liði Kelce, á sunnudaginn.

Hún sat í stúkunni ásamt fjölskyldu og vinum Kelce og fagnaði ákaft þegar liðinu gekk vel. Myndir af henni frá leiknum hafa farið eins og eldur í sinu um netheima og myndband af þeim yfirgefa leikvanginn saman.

Taylor Swift ásamt móður Travis. Mynd/Getty

Travis Kelce er 33 ára og er álitinn vera einn besti innherji NFL-deildarinnar frá upphafi. Hann heldur úti hlaðvarpinu New Heights with Jason and Travis Kelce ásamt bróður sínum, Jason.

Þar til nú hafði hvorugt þeirra tjáð sig um orðróminn og sambandið, en aðdáendur fengu ósk sína uppfyllta þegar ruðningskappinn ræddi málin í nýjasta þætti New Heights.

Þátturinn hefur fengið yfir 1,5 milljónir áhorfa á innan við sólarhring, það mætti því segja að netverjar hafi staðið á öndinni og beðið eftir nýjum upplýsingum um stjörnuparið.

„Einkalíf mitt er ekki mjög „einkalíf“ lengur, það er mér að kenna,“ sagði hann kíminn.

„Vel gert hjá Taylor að hafa mætt, það var frekar hugrakkt. Mér fannst gaman að heyra að allir í stúkunni höfðu ekkert nema fallega hluti að segja um hana, fjölskylda og vinir. Hún leit frábærlega út, allir voru að tala um hana í jákvæðu ljósi og ofan á það fór dagurinn stórkostlega fyrir Chiefs aðdáendur. Þetta var flott.“

„Að sjá hana gefa mömmu fimmu, að sjá hversu spenntir Chiefs aðdáendur voru að hún hafi verið þarna. Það var bráðfyndið og þetta var klárlega leikur sem ég mun aldrei gleyma […] Takk Taylor fyrir að hafa mætt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika