Tónlistarmaðurinn Drake er nú harðlega gagnrýndur af aðdáendum sínum fyrir að hafa gleymt textanum við sín eigin lög. Þetta hafi ekki bara átt sér stað einu sinni heldur ítrekað á tónleikaferðalagi hans undanfarið.
„Fólk á TikTok segir að hann hafi ekki munað textann í helmingi laga sinna í Atlanta. Hann reyndi að bjóða upp á uppklappslag en þá stundi múgurinn upp,“ skrifaði einn á Twitter. Annar tók unidr. „Þetta gerðist. Hann sagði að hann kæmi strax aftur og við bara fórum öll. Ég gat ekki setið þarna undir annarri hvatningarræðu.“
„Omg loksins. Í Dallas þá var hann alltaf að stoppa í miðju lagi til að halda 10 mínútna einræðu. Allir í kringum mig voru farnir að tauta. Ég var virkilega vonsvikin,“ skrifaði annar.
Sumir hafa gripið til varna fyrir rapparann og taka fram að hann þurfi að muna textann við hátt í hundrað lög, sem sé nú töluvert. Aðrir benda þá á móti á að fjöldi tónlistarmanna þurfi að muna svona mörg lög, og jafnvel undirspilið við þau samhliða. Drake geti því ekki borið við að hann sé hreinlega með of marga texta í hausnum til að geta kallað þá alla fram eftir þörfum.
Drake been forgetting his lyrics at y’all shows? Lol
— D (@thedarwinmanuel) September 28, 2023
Myndbandi var svo deilt á TikTok í ágúst þar sem Drake sást hiksta er hann flutti vinsæla slagara Ginuwine frá árinu 1999 – So Anxious.
Drake forgot lyrics to his song 🤦🏾♂️ pic.twitter.com/prLArsGMNW
— Best Cyphers (@hotcyphers) September 28, 2023
Drake been canceling dates left and right and hasn’t been remembering lyrics. Sir ..
— sydbae 🌊 (@sydsosa) September 28, 2023
Drake throwing ones and not studying his lyrics after forgetting them at his ATL show….. https://t.co/E5zKdNpvmW
— SheaButter Baby 💅🏽 (@ThugNasty_SONN) September 28, 2023