Írski leikarinn Sir Michael Gambon er látinn, 82 ára að aldri.
Greint er frá andláti Gambon á vef BBC og segir þar að hann hafi látist í faðmi fjölskyldu sinnar á sjúkrahúsi, en Gambon hafði glímt við lungnabólgu síðustu daga.
Gambon hóf ferilinn 24 ára gamall og vann á ferlinum til fjölda verðlauna, meðal annars BAFTA-verðlauna, Screen Actors Guild og Olivier verðlauna. Árið 1999 var hann aðlaður af Elísabetu Bretadrottningu fyrir framlag sitt við leiklistarinnar.
Gambon tók við hlutverki Albus Dumbledore í Harry Potter-myndunum eftir andlát Richard Harris sem fór með hlutverkið í fyrstu tveimur myndunum. Gambon lék jöfnum höndum á sviði, kvikmyndum og í sjónvarpsþáttum. Síðustu sjónvarpsþættir hans voru Fortitude sem voru meðal annars teknir upp á Íslandi.