fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Fókus

Michael Gambon látinn

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. september 2023 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írski leikarinn Sir Michael Gambon er látinn, 82 ára að aldri. 

Greint er frá andláti Gambon á vef BBC og segir þar að hann hafi látist í faðmi fjölskyldu sinnar á sjúkrahúsi, en Gambon hafði glímt við lungnabólgu síðustu daga. 

Gambon hóf ferilinn 24 ára gamall og vann á ferlinum til fjölda verðlauna, meðal annars BAFTA-verðlauna, Screen Actors Guild og Olivier verðlauna. Árið 1999 var hann aðlaður af Elísabetu Bretadrottningu fyrir framlag sitt við leiklistarinnar.

Gambon tók við hlutverki Albus Dumbledore í Harry Potter-myndunum eftir andlát Richard Harris sem fór með hlutverkið í fyrstu tveimur myndunum. Gambon lék jöfnum höndum á sviði, kvikmyndum og í sjónvarpsþáttum. Síðustu sjónvarpsþættir hans voru Fortitude sem voru meðal annars teknir upp á Íslandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika