Danska fyrirsætan Helena Christensen er ein af stjörnunum sem hlaut titilinn „ofurfyrirsæta“ á tíunda áratugnum.
Hún á að baki langan og glæsilegan feril og sannar það í nýrri myndatöku að hún sé algjörlega enn með þetta.
Helena er 54 ára gömul, verður 55 ára í desember. Hún sat fyrir nakin fyrir Vanity Fair á dögunum ásamt öðrum vinsælum ofurfyrirsætum tíunda áratugarins. Meðal annars Cindy Crawford, 57 ára, og Naomi Campbell, 53 ára, og Claudiu Schiffer, 53 ára.
Fyrirsætan birti nokkrar myndir á Instagram.