Bandaríski ruðningsleikmaðurinn Travis Kelce, sem leikur með Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, er maðurinn sem allir vilja vita meira um þessa stundina.
Hann er sagður vera nýi kærasti söngkonunnar og stórstjörnunnar Taylor Swift en parið virtist staðfesta orðróminn um helgina þegar hún mætti á leik Kelce um helgina, hún sat við hlið móður hans og fagnaði ákaft fyrir Kansas City Chiefs. Ekki nóg með það þá yfirgáfu þau einnig íþróttavöllinn saman.
Talk about being at the right place at the right time! Taylor Swift and Travis Kelce leaving Arrowhead together after the game. #Bears #ChiefsKingdom #NFL pic.twitter.com/wrMoDszOme
— Jarrett Payton (@paytonsun) September 25, 2023
Síðan fyrstu fregnir bárust um mögulegt ástarsamband þeirra hafa netverjar og fjölmiðlar vestanhafs unnið hörðum höndum að finna allar þær upplýsingar sem hægt er að finna um manninn.
Gamalt viðtal við NFL-stjörnuna er nú að vekja athygli. Hann mætti sem gestur í þáttinn Watch What Happens Live with Andy Cohen árið 2016.
Í þættinum spurði raunveruleikastjarnan Ramona Singer hann ýmissa spurninga, meðal annars hvað honum þætti um konur sem vilja ekki veita munnmök.
Hann flissaði og sagði: „Hljómar eins og kona sem ég myndi ekki vilja vera með.“
Ramona sagðist vera sammála honum og gaf honum fimmu.
Ruðningskappinn sagði einnig í þættinum að hann vilji helst stunda kynlíf með konu áður en þau fara á fjórða stefnumótið. Hann sagði að ef kona neiti að sofa hjá honum á þriðja stefnumótinu, þá ættu þau líklegast ekki samleið.
Kelce var 26 ára á þessum tíma. Hann greindi einnig frá því að hann væri ekki hrifinn af konum sem væru „með það á heilanum“ að taka sjálfsmyndir. Og honum þyki ekkert mál ef kona er með brjóstapúða.
Umrætt viðtal hefur farið eins og eldur í sinu eftir að – hugsanlega – nýja stjörnuparið yfirgaf leikvanginn saman á sunnudaginn. Horfðu á það hér að neðan.