fbpx
Mánudagur 04.desember 2023
Fókus

Hafa náð sáttum í tveggja ára harðvítugri deilu um meðlagsgreiðslur

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 26. september 2023 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikararnir Jason Sudeikis og Olivia Wilde hafa háð sáttum í harðvítugri baráttu um meðlag, þar sem Sudeikis féllst á að greiða meðlagsgreiðslur upp á 27500 dali mánaðarlega.

Wilde og Sudeikis byrjuðu saman í nóvember 2011, trúlofuðu sig í janúar 2013 og skildu í nóvember 2020. Eiga þau saman tvö börn, Daisy sex ára og Otis níu ára og hefur deila foreldrana staðið yfir í nærri tvö ár. Meðlagsgreiðslan tekur mið af áætluðum tekjum þeirra í ár, tekjum Sudeikis upp á 10,5 milljónir dala og tekjum Wilde upp á 500 þúsund dali. 

Hjónin með börnin þegar allt lék í lyndi.

„Aðilarnir eru sammála um að meðlag fyrir ólögráða börnin að upphæð 27.500 dalir á mánuði nægi til að viðhalda þörfum ólögráða barnanna með tilliti til stöðu Jasons í lífinu og samræmist hagsmunum hvers barns eins og best er á kosið og beiting leiðbeininga frá dómara væri óréttlát. eða óviðeigandi í þessu tilviki,“ segir í dómsskjölum sem Daily Mail hefur undir höndum.

Deilan milli Sudeikis, 48 ​​ára, og Wilde, 39 ára, tók róttæka stefnu þegar Wilde voru afhent lögfræðileg skjöl þegar hún stóð sviði í CinemaCon í apríl 2022.

Svo virðist sem Sudeikis og Wilde hafi ekki aðeins sætt meðlagsgreiðsludeiluna heldur virðast samskiptin milli þeirra betri. Þannig sáust þau faðma hvort annað og gefa fimmu þegar þau mættu á fótboltaleik sonarins um helgina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara í sleik“

„Mig langaði bara í sleik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarnan á níræðisaldri olli fjaðrafoki með orðum um tvítuga elskhuga

Stórstjarnan á níræðisaldri olli fjaðrafoki með orðum um tvítuga elskhuga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólagleði í Garðabæ – Leikskólabörnin kveiktu jólaljósin á Garðatorgi

Jólagleði í Garðabæ – Leikskólabörnin kveiktu jólaljósin á Garðatorgi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur missa sig yfir sjóðheitri mynd af Mark Wahlberg – „Verði ykkur að góðu“

Aðdáendur missa sig yfir sjóðheitri mynd af Mark Wahlberg – „Verði ykkur að góðu“