Útvarpskonan Kristín Sif Björgvinsdóttir og tónlistarmaðurinn Stefán Jakobsson gengu í það heilaga um helgina.
Sjá einnig: Bralli og Bulli sögðu bæði já og eru orðin hjón
Stefán kom ástkæru eiginkonu sinni rækilega á óvart með því að syngja fyrir hana frumsamið lag í veislunni.
Kristín birti myndband á Instagram í morgun þar sem hún leyfði fylgjendum að heyra lagið.
„Það hefur enginn náð að koma mér svona á óvart áður. Hann Stebbi samdi lag fyrir mig og spilaði í brúðkaupinu okkar um helgina. Er algjörlega orðlaus! Bak í bak, hjarta í hjarta, ég elska þig,“ skrifaði hún með færslunni.
Hlustaðu á lagið hér að neðan.
View this post on Instagram