fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Fókus

Pete Davidson byrjaður með enn annarri Hollywood-fegurðardísinni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 25. september 2023 09:53

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Pete Davidson er sagður vera kominn í samband með enn annarri Hollywood-fegurðardísinni.

Pete og leikkonan Chase Sui Wonders hættu saman í lok ágúst eftir um átta mánaða samband. Fyrir það átti hann í stuttu sambandi við fyrirsætuna Emily Ratajowski og á undan því var hann í sambandi með raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian, þar til því níu mánaða ævintýri lauk í ágúst 2022.

Davidson, 29 ára, er sagður vera að slá sér upp með leikkonunni Madelyn Cline, 25 ára.

Cline er hvað þekktust fyrir að leika í Netflix-þáttunum Outer Banks. Hún sló einnig í gegn í vinsælu kvikmyndinni Glass Onion: A Knives Out Mystery.

„Pete og Madelyn eru að deita. Þau eyddu nóttinni saman á Beverly Hills hótelinu og borðuðu saman morgunmat næsta dag,“ sagði heimildarmaður US Weekly.

Madelyn Cline í Outer Banks.
Madelyn Cline í Knives Out.

Frægar og fallegar kærustur

Pete Davidson er grínisti og leikari. Hann gekk til liðs við Saturday Night Live þegar hann var aðeins tvítugur, hefur leikið aðalhlutverkið í kvikmyndum á borð við The King of Staten Island og Big Time Adolescence. En hann er ekki aðeins þekktur fyrir leik sinn heldur einnig fyrir stórglæsilegar kærustur sínar

Margir hafa furðað sig á því hvernig honum hefur ítrekað tekist að heilla gullfallegar konur upp úr skónum. Orðrómur um svo kölluðu „typpaorkuna“ hans eða „big dick energy (BDE)“ hefur verið á sveimi í talsverðan tíma og sögð orsök vinsælda hann meðal glæsikvendanna. Orðrómurinn fór fyrst á kreik eftir að þáverandi kærasta hans, söngkonan Ariana Grande, tísti um typpastærð hans. Einnig á frasinn „big dick energy“ við um sjálfsöryggi hans og allsherjarbrag hans.

Meðal fyrrverandi kærasta hans má nefna Kim Kardashian, poppstjörnuna Ariönu Grande, fyrirsætuna Kaiu Garber og leikkonuna Kate Beckinsale.

Sjá einnig: Allar stórglæsilegu konurnar sem Pete Davidson hefur verið með

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu
Fókus
Í gær

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“
FókusFréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans

Þau eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“ 

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“