Pete og leikkonan Chase Sui Wonders hættu saman í lok ágúst eftir um átta mánaða samband. Fyrir það átti hann í stuttu sambandi við fyrirsætuna Emily Ratajowski og á undan því var hann í sambandi með raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian, þar til því níu mánaða ævintýri lauk í ágúst 2022.
Davidson, 29 ára, er sagður vera að slá sér upp með leikkonunni Madelyn Cline, 25 ára.
Cline er hvað þekktust fyrir að leika í Netflix-þáttunum Outer Banks. Hún sló einnig í gegn í vinsælu kvikmyndinni Glass Onion: A Knives Out Mystery.
„Pete og Madelyn eru að deita. Þau eyddu nóttinni saman á Beverly Hills hótelinu og borðuðu saman morgunmat næsta dag,“ sagði heimildarmaður US Weekly.
Pete Davidson er grínisti og leikari. Hann gekk til liðs við Saturday Night Live þegar hann var aðeins tvítugur, hefur leikið aðalhlutverkið í kvikmyndum á borð við The King of Staten Island og Big Time Adolescence. En hann er ekki aðeins þekktur fyrir leik sinn heldur einnig fyrir stórglæsilegar kærustur sínar
Margir hafa furðað sig á því hvernig honum hefur ítrekað tekist að heilla gullfallegar konur upp úr skónum. Orðrómur um svo kölluðu „typpaorkuna“ hans eða „big dick energy (BDE)“ hefur verið á sveimi í talsverðan tíma og sögð orsök vinsælda hann meðal glæsikvendanna. Orðrómurinn fór fyrst á kreik eftir að þáverandi kærasta hans, söngkonan Ariana Grande, tísti um typpastærð hans. Einnig á frasinn „big dick energy“ við um sjálfsöryggi hans og allsherjarbrag hans.
Meðal fyrrverandi kærasta hans má nefna Kim Kardashian, poppstjörnuna Ariönu Grande, fyrirsætuna Kaiu Garber og leikkonuna Kate Beckinsale.
Sjá einnig: Allar stórglæsilegu konurnar sem Pete Davidson hefur verið með