fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Fókus

Kjaftaði Kourtney óvart nafni sonarins?

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. september 2023 21:00

Travis og Kourtney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur Kardashianfjölskyldunnar fylgjast grannt með hverju skrefi meðlima hennar, enda auðvelt, því nær öllu er deilt jafnóðum á samfélagsmiðla. Sonurinn sem Kourtney Kardashian gengur með er þegar farinn að vekja athygli á samfélagsmiðlum fyrir fæðingu sína og sama gerðist núna um helgina.

Foreldrarnir deildu barnasturtu (e. Baby shower) þar sem Disney þema var alls ráðandi í skreytingum og veitingum, rakarakvartett tók syngjandi á móti gestum, ljósmyndabás var á svæðinu og Mikka Mús eyru fyrir alla. Fjölskyldan deildi gleðinni á samfélagsmiðlum og Kourtney deildi í gær með fylgjendum sínum svokölluðu Óskatré í sögusvæði miðilsins, þar sem sjá mátti hana hengja skilaboð til barnsins. Stuttu síðar fjarlægði hún póstinn, enn áður hafði að minnsta kosti einn tekið skjáskot og deilt á Reddit. Þar benti hann á miða sem hékk á trénu þar sem stendur: „Megi barnið Rocky…“ og taldi að þar hefði móðirin óvart deilt nafni hins ófædda sonar.

Mikil umræða spannst um nafnið og fannst sumum það glatað og öðrum frábært, eins og gengur.

„Rocky Barker hljómar annað hvort eins og próteinstöng eða teiknimynd seint á 9. áratugnum/byrjun 2000,“ skrifaði einn notandi, meðan annar sagði það geta verið stytting á Rockstar (rokkstjarna).

Í júní deildi faðirinn tilvonandi, Travis Barker trommari hljómsveitarinnar Blink 182 að þau væru þegar búin að velja nafn á barnið. Í júlí var hann til viðtals í þættinum GOAT TALK og sagði nafnið Rocky 13 koma til greina, en Alabama 17 ára dóttir hans hefði ekki verið sátt með það.

Kardashian á fyrir þrjú börn: Mason, 13 ára, Penelope, 11 ára, og Reign, átta ára, og Barker á fyrir Landon, 19 ára, og Alabama 17 ára, auk stjúpdótturinnar Atiana 24 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu
Fókus
Í gær

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“
FókusFréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans

Þau eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“ 

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“