Áhrifavalda- og athafnaparið Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, og Lína Birgitta Sigurðardóttir hafa verið saman í rúmlega þrjú og hálft ár. Þegar þau byrjuðu saman voru þau bæði þekkt í samfélaginu, sérstaklega Lína sem var – og er – einn vinsælasti áhrifavaldur landsins.
Gummi rifjar upp í nýjasta þætti af Fókus augnablikið þegar greint var frá sambandi þeirra í byrjun árs 2020. Þau voru þá stödd í London og ekki búin að opinbera sambandið á samfélagsmiðlum.
„Það vissi enginn að við vorum að hittast og við fórum í ferð til London. Þetta var fyrsta ferðin okkar saman og við sátum á kaffihúsi, ég opnaði símann og fór á Mbl og þá var einhver risa frétt: Gummi Kíró og Lína Birgitta nýtt par,“ segir hann og hlær.
„Ég man svipinn á Línu, hún fékk alveg sjokk.“
Hann segir að það hafi verið einhver sem hafði myndað þau í verslun í London og sent á fjölmiðilinn. Hann rifjar þetta upp í klippunni hér að ofan.
Þú getur horft á þáttinn með Gumma í heild sinni hér. Þú getur einnig hlustað á hann hér að neðan.