fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Fókus

Samuel L Jackson brjálast yfir brauði – Sjáðu stórskemmtilega auglýsingu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 22. september 2023 19:00

Samuel L Jackson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Samuel L Jackson er nýjasti stórleikarinn í auglýsingum breska brauðrisans Warburtons. Áður hafa leikararnir George Clooney, Robert de Niro og Sylvester Stallone brugðið á leik fyrirtækið svona til að nefna nokkra, en Warburtons hefur verið í rekstri í 147 ár.

Auglýsingin sem kom út á miðvikudag er 2,10 mínútur að lengd, auk þess sem tvær styttri útgáfur upp á 30 sekúndur og 60 sekúndur voru gerðar. Auglýsingin er eins konar smásaga, undir nafninu Mad About The Bread, í henni er Toastie Leaf brauðið auglýst og má finna nokkrar tilvísanir í kvikmyndina Pulp Fiction frá 1994 sem Jackson átti stórleik í.

Jackson bregður sér í hlutverk forstjóra Warburtons, Jonathan Warburton, sem er í raun forstjóri fyrirtækisins, ekki tilbúin persóna. Í upphafi má sjá ritara opna inn á skrifstofuna og bregða að sjá Jackson en ekki Warburton í stól sínum. Jackson snýr sér næst að myndavélinni og kynnir sig: „Hæ ég er Jonathan Warburton, forstjóri fjölskyldutækisins og stærsta brauðframleiðenda Bretlands.“ Hann deilir síðan samfélagsmiðlapósti þar sem notandinn Steve segir efast um ágæti Toastie-brauðsins við samkeppnisaðila þess í hillunni og vekur það reiða Jackson „Hvað er?! Það sem er er ég, Jonathan Warburton. Og helvíti hefur engan hitt jafnreiðan og bakara sem reittur hefur verið til reiði, Steve.“

Jackson fer síðan yfir hvernig hið ástsæla Toastie brauð er búið til. Síðan birtist hann heima hjá foreldrum Steve og skiptir út ristuðu brauði þeirra frá samkeppnisaðilanum fyrir disk af Warburtons.

Síðan sést Jackson prófa brauðsneiðar fyrir mýkt, smjörgetu og endurkastgetu (sem hann fullvissar áhorendur um að sé alvöruathöfn). Að lokum opnar hann dyrnar á skrifstofu sinni þar sem hinn raunverulegi forstjóri situr og segir: „Ég hefði ekki getað orðað það betur sjálfur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu
Fókus
Í gær

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“
FókusFréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans

Þau eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“ 

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“