Athafnakonan Alexandra Helga Ívarsóttir og knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hafa átt hundinn Koby síðan árið 2012.
Litli loðboltinn er hafður í hávegum hjá hjónunum en þau halda upp á afmælið hans á hverju ári og fékk Koby að koma með til Ítalíu í einkaþotu fyrir brúðkaupið þeirra.
Alexandra Helga greindi frá því á Instagram að Koby væri nú eineygður og hafi misst auga fyrir tveimur árum.
„Koby missti annað augað fyrir tveimur árum. Ótrúlegt hvað það háir honum lítið sem ekkert,“ sagði hún.
Hundurinn var að koma til Íslands en Alexandra Helga flutti á klakann í október ásamt dóttur hennar og Gylfa.